Fyrir mörgum árum sagði ég alltaf við mömmu að ég vildi fá svona kött með klesst andlit og loðinn, og hafði ekki hugmynd um að þessar kisur væru kallaðar persar og hvað þá heldur hvað það þyrfti að hugsa mikið um þá. Mamma hugsaði með sér að ég væri nú of ung til að eiga kött og auk þess vissi hún ekkert um kattarækt á Íslandi og var ekki að pæla í því að leita sér upplýsinga.
Nokkur ár liðu og ég bað mömmu reglulega um að gefa mér svona kisa, mig langaði í bröndóttann, loðinn og með klesst andlit. Var búin að ákveða nafn og allt, hann átti að heita Tímon.
Þegar ég var nú orðin 15 ára gömul fékk ég að bjarga kisu sem vinkona mín átti og átti að lóga kisanum hennar. Ég tók hana að mér en hún var aldrei sátt við að vera hjá okkur. Hún var fullorðin og ráðsett kisa og vildi sko ekkert vera að fara út úr sínu húsi og faldi sig bara undir rúmi.
Þetta var rétt um áramót sem ég fékk hana og þegar flugeldarnir fóru af stað á gamlárskvöld/nýársdag stökk hún út um gluggan á þriðju hæð (svona sirka, bjuggum í háu einbýlishúsi sem var aðeins meira en tveggja hæða hús, upphækkað og með kjallara sem stóð upp fyrir jörðina). Ég sá hana úti og stökk á eftir henni í ullasokkum því að ég hafði ekki tíma til að fara í skó.
Hún varð fyrir bíl í næstu götu fyrir ofan. Ég grenjaði og grenjaði allan nýársdag og nokkra daga á eftir.
Pabbi kom inn í herbergið mitt þar sem ég lá og var að fara að sofa og tjáði mér það að ég mætti fá mér aðra kisu, með því skilyrði að ég myndi fá mér kettling. Sem ég og gerði.
Þegar ég var orðin nokkuð góð eftir þetta sorgar atvik ákvað ég að fara í kettlinga leit og kom ekki annað til greina en að fá mér kisu með klesst andlit og loðinn feld. Ég skoðaði helling af kisum á mörgum heimasíðum og pældi mikið. Á endanum ákvað ég að hafa samband við ræktanda sem var með ræktun fyrir sunnan. Af Eðal Loga ræktun varð fyrir valinu og átti hún Sigga einn kettling og var með læðu kettlingafulla.
Ég fékk högna sem var tilbúinn til afhendingar í mars og ég og mamma renndum suður (á heima á Akureyri) eftir litla kettlingnum mínum sem hafði ekkert nafn og auðvitað var tilvalið að láta hann heita Tímon.
Tímon er mjög sérstakur kisi og spjallar rosalega mikið. Feld mikill og auðveldur í umgengni. Hann er þó ekki notaður í ræktun þar sem ég fékk hann með það fyrir augum að hann yrði geldur.
Látum þetta vera gott í bíli. Sendi inn aðra grein bráðlega um hinar kisurnar mínar.
Nafli er lok fyrir ástand í alheimsvanda, úti sem og Gabríel…