
Kattaníðingar!!!!!!!!!!
Mér finnst of mikið um það að fólk drepi ketti á grimmilegan hátt,eins og drekkja þeim eða jafnvel hálsbrjóta þá, í staðinn fyrir að koma með þá í Kattholt í óskila eða láta svæfa þá hjá dýralækni.Mamma er að vinna í Kattholti og einu sinni sá hún einhvern keyra að Kattholti(þar er grá möl),opna bílhurðina,setja eitthvað niður og keyra síðan í burtu.Mamma fór út að kíkja hvað þetta var og þetta voru nokkrir litlir gráir kettlingar sem einhver hefði getað keyrt á eða jafnvel stigið á af því að þeir voru samlitir mölinni.Ég kann fullt af svona sögum í viðbót og finnst þetta hræðilegt.Hvað finnst ykkur?