Vinkona mín var að eiga barn fyrir tveimur dögum og var hún búin að ganga svo frá málum að bróðir hennar átti að passa köttinn. En auðvitað, á versta tíma, blossar upp ofnæmi hjá bróðir hennar. Hún sá sér engan annan kost en að þurfa að svæfa kisann sinn. Með mikilli sorg hringdi hún í mig og spurði hvort ég gæti farið með hann þar sem hún treysti sér ekki, bæði vegna nýja barnsins og þetta var svo erfitt fyrir hana.
Í dag mætti ég að ná í kisa til að fara með hann í sína hinstu för en ég þurfti að stoppa hjá manninum mínum á leiðinni uppá dýraspítala. Þar reyndi ég í síðasta sinn að þræta við hann um hvort ekki væri hægt að bjarga kisa en kallinn vildi ekkert heyra…..
En svo skyndilega fékk ég hugmynd….
Hvað ef við mundum bara passa hann þangaðtil litla barnið er komið úr ofnæmishættu?
Hvað ef sá peningur sem kostar að svæfa færi frekar í uppihald fyrir kisa hjá okkur?
Kallinn horfði mig og gat ekki neitað mér, svona fyrst þetta væri tímabundið. 1 - 1 og 1/2 ár er ekki svo mikið.
Vinkona mín er guðslifandi fegin að hún fái að halda kisunni og að hann fái að halda lífi.
En þetta fékk mig til að pæla…..
Hvað þegar ég eignast börn, hvað verður um mínar kisur? (tja, fyrsta barn þá get ég innheimt greiða af vinkonu minni. En mig langar í 4…)
Afhverju er ekki til síða eða eitthvað þar sem verðandi mæður með ketti geta fengið slíka pössun fyrir dýrin sín og jafnvel seinna meir passað fyrir einhvern annann?
Þar gætu t.d. ungar fjölskyldur fengið sér kött í eitt ár til reynslu í stað þess að fá sér kettling til þess eins að komast að því að það gengur ekki upp og kettlingurinn sendur í svæfingu. Og líka frábær leið fyrir börn að læra að umgangast ketti áðuren kettlingur kemur á heimilið.
Hvað finnst ykkur annars?
En áðuren ég setti inn þessa grein las ég greinina sem kom síðast, og vil ég kasta kveðjum til greinarhöfunds og samúðarkveðjum. En það fékk mig til að brosa örlítið að kisinn sem ég bjargaði í dag heitir það sama og kisinn sem síðasti greinarhöfundur missti um jólinn, Lilli.
Því miður gat ég ekki bjargað þínum Lilla en ég er ofboðslega ánægð að hafa bjargað einum Lilla.
XxX