Það er hægt að hringsnúast endalaust í rökum með og á móti minnkarækt en málið er samsem áður að pelsar eru stöðutákn og snobb og það er svo langt frá því að einhver umhverfisverndarsjónarmið liggi að baki refa og minnkarækt og ræktun á öðrum dýrum sem fá að fæðast bara til að búa til föt.
Það sem þetta endar allt á að lokum er hverjir geta sætt sig við hryllilegu aðstæðurnar og viðbjóðinn sem dýrin þurfa að þola, hver getur tekið stöðutákn ríkra kellinga sem hugsa um ekkert nema sjálfa sig fram yfir það einfaldlega að hætta svona TILGANGSLAUSUM viðbjóði.
Þetta er ekki morð, ræktunin er mikið hræðilegri en morðin á dýrunum. Það er dýrunum miskunn að fá loks að deyja frá lífinu í loðdýraræktarbúunum. Svona væri hægt að segja um meðferð á fullt af dýrum sem maðurinn níðist á, umræðan gæti náð yfir næstum hverja einustu dýrategund í heiminum.
Fólkið sem gengur í pelsunum (í hugsunar- og samviskuleysi) viðheldur þessum hryllingi, þannig að fólkið er sekt, ekki bara um eitt morð, mér finnst það ekki hljóma nógu sterkt. Þetta er skilgreiningar atriði og slagorðafílingur en málið er að það er ekkert sorglegt þótt þessum skrímslum sé sagt til syndanna og þau látin heyra það, á maður að fara að vorkenna þeim ?
Og maðurinn níðist líka ótrúlega á sinni eigin tegund, það gefur því auga leið hversu auðvelt það er að gleyma að dýr þjást líka.
Það ætti samt að vera auðvelt að bregðast við þessu, hætta einfaldlega að reyna að afsaka þetta og fordæma það, láta engan komast upp með að miklast á ólýsanlegum þjáningum sem eiga sér stað í algeru tilgangsleysi. Það tengist því í raun alls ekkert hvort maður er gæludýraeigandi.
Kisurnar mínar voru nú ekkert á leiðinni að taka þátt í umræðum með mér um hvort þær mættu veiða litlu sætu fuglana í garðinum. Þær veiddu þá bara enda í eðli þeirra. Það er stórt bil á milli þess og að hneykslast á og fyrirlíta fólk sem hefur atvinnu eða yndi af að kvelja dýr í nánast algeru tilgangsleysi.
Ég ætla mér að taka undir orð einhvers sem sagði hérna áður að dýrin eru með okkur en ekki handa okkur.
Kveðja vortex