Perla yndið mitt og ástin mín :) Langaði að skrifa smá sögu um það hvernig Perla mín varð að minni kisu en það er svoldið flókin saga.

Þetta byrjaði allt að Brandrós mamma Perlu er fjósakisan á sveitabænum sem kærastinn minn er vinnumaður á, Hún gerði það sem hún er (tek það reyndar fram var vön) vön að gera, jújú það er hennar skemmtilega breim.

En til að taka það nánar fram er að oft í sveitum landsins leynist 1-3 villikettir. Og var einmitt eitt hérna á sveimi sem hafði gert allann sinn mögulega usla sem hægt væri að gera, ráðast á barn á næsta bæ og drepa aðra ketti hér í sveitinni, en tek það þó fram að hann var alveg gullfallegur þótt íllur væri.

Það var strembið verk að reyna að ná honum og hreint út sagt útrýma greyinu sem ólst hér einn og yfirgefinn upp, en var þó innst inni fallegur kisu strákur sem vildi fá heimili eins og flestir kisar fá í dag.

Stuttu eftir að honum var náð í búr, var honum lógað, hvorki maður né annað dýr hefði viljað lenda í þessu, hann hvæsti á við stóran hóp kattar og urraði eins og stórt fullvaxtar ljón. En lífi hans lauk stuttu eftir að honum var náð.

En síðan kom í ljós að Brandrós læðan var orðin kettlingafull, og var henni leyft að eiga kettlingana og gaut hún þeim þann 19 maí 2007.

Það fór ekki á milli mála hver hugsanlegur faðir kettlingan væri því 2 voru alveg eins og hann í húð og hár. Við fylgdumst með þessum litlu 3 krílum sem komu fyrr um daginn fá sér dreitil hjá móður sinni, þar til þegar mjaltir voru að fara að byrja, sem hefjast vanalega kl 17:30, kallaði Kærastinn minn í mig og sagði að þarna hefði komið 4 kettlingurinn, og ég auðvitað fór og kíkti á hann.

Sá stutti var hálf máttvana, fæddist voðalega lítll og átti erfitt með að komast á spena, voðalega kaldur og hræddur greyið, ég hjálpaði honum þarna um stund og það tókst að koma honum á spenann, við Kærastinn minn ákváðum að gefa litla ljósinu nafn og fékk hann nafnið Max, hann var þrílitur svartur, brúnn og hvítur bröndóttur.

Sagan er ekki öll, Max liti lifði ekki nema í 2 vikur og hvílir nú hjá pabba sínum á himnum. Þannig við ákváðum að við myndum velja okkur annan kettling úr gotinu, þá varð það alveg eins 3 lit læða alveg eins og mamman og fékk nafnið Fluffy þar sem hún var frekar loðin, hún varð falleg og yndisleg og voru þá þau 3 eftir Fluffy, Perla og Kisinn sem Vinum minn hann ColdIce hérna á huga ætlaði að fá sér en það var gulbröndóttur högni sem fékk það glæsilega nafn Gísli Marteinn :)

Tíminn leið og leið þar til þau voru orðin 5 vikna þá veiktist Gísli og náði ekki að lifa lengur :( og fór til Max's og Pabba síns og hvíla þeir allir saman feðgar.

Þannig við vorum búin að ákveða að þegar Fluffy næði 6-7 vikna aldrinum mætti hún koma inn til okkar, þar sem Brandrós mamma hennar hefði greiðan aðgang inn til okkar til að klára mjólkurskammtinn en þegar að viku 6 leið, var fínt og gott veður úti, svo þau fengu að fara út með mömmu sinni í kassanum þeirra, jújú voru orðin vön útiverunni.

Þar til sá hræðilegi atburður gerðist rétt fyrir mjaltir (eins og mjaltirnar hafi bölvað greyunum) kom Krumma skarfur og tók Fluffy mína og flaug með hana langt langt út í buskann :( Fluffy fannst ekki eftir strembna leit. Við létum tímann líða og vonuðum um að hún fynndist eða rataði heim, það var ekki svo gott, en fyrir þetta fengu 2 krummar sem voru endalaust að böggast í köttunum að fjúka.

Við töldum hana Fluffy af eftir viku enda hafði veðrið verið breytilegt. Svo við ákváðum í það síðasta sinn að fá okkur kött og fékk Perla litla að koma til okkar heilu 4-5 metrana sem eru á milli þar sem hún fæddist og þar sem hún býr, Hún var 1 og hálfs mánaðar þegar hún kom til okkar, lítil og loðin og fékk það fallega nafn Perla, þar sem hún er með hvítan kraga um hálsinn og á honum er einn depill, og var hún ein eftir af 4 varð hún perlan í lífinu okkar.

Viku eftir að Við vorum búin að venja Perlu við heimilið, fengum við símtal þar var ungur drengur sem á hest hafi farið upp fjöll og séð þar glitta í lítinn máttvana kettling sem var við lýsingu Fluffy, jújú Bóndinn á bænum staðfesti það að þetta væri hún, en þar sem við vorum nú búin að fá okkur Perlu leyfðum við unga manninum að eiga hana Fluffy, síðast er ég veit þá hafði hún braggast vel og lifir voðalega næs lífi :)

En svona var sagan af því þegar við fengum Perlu. Brandrós mamma hennar Perlu gaut síðan aftur núna í september og gaut hún fyrst 3 en þeir voru of litlir og hvíla hjá bræðrum sínum, Þetta got er mjög sérstak þar sem það liðu 6 dagar frá fyrsta kettling að þeim síðasta, og það lifðu 3, Perla eignaðist Bróðir sem var alveg eins og hún nema hann var aðeins ljósari, en það var ekki of heppilegt þar sem hann varð bráðkvaddur :( og Urðu þá 2 syskini Perlu eftir og er Læðan sem er ekkert smá falleg komin í Fjós með Brandrósu mömmu sinni og á það til með að vera alltaf skoppandi enda köllum við hana Skoppu ;)

En það er einn eftir sem ég best veit og er hann bara að bíða eftir heimili.

Þetta er svoldið spes saga um hvernig það var erfitt að velja sér einn kött til frambúðar :)

En kem kanski með smá um Perlu sjálfa seinna :)
Afsaka hvað þetta er langt en sagan er löng og strembin :)

Takk fyrir mig
-PINKY