P.s. mamma vildi alls engann kött..en takið eftir;D
Ég var búin að væla í mömmu um kött í nokkra daga. Hún fór svo til Danmerkur eina helgi með mömmu sinni og systur og hittu þær bróðir vinkonu ömmu sem var þar.
Hann sagði hvað gæludýrin gæfu svo mikið frá sér og sagði svo frá öllum hundunum sem hann var búinn að eiga.
Þegar að mamma kom heim var náttúrulega fyrsta spurningin mín “má ég fá kött?”..en svarið ennþá nei.
En á hverjum degi skoðaði ég kattarauglýsingar og hugsaði hvað væri yndislegt að hafa svona kríli á heimilinu.
Einn daginn kom ég heim úr skólanum og gekk mamma á móti mér. Svo spurði hún alveg óvænt…“Langar þig rosalega mikið í kött?”.
Ég brosti pínu og sagði “Jáh!…auðvitað annars væri ég ekki búin að væla svona í þér”.
Mamma horfði þá djúpt í augun mín og sagði “Farðu þá og fyndu einhvern”.
Ég gekk eins og ekkert hafði í skorist en hugaði svo það sem mamma hafði sagt..brosti ég þá útað eyrum, hljóp upp stigann og kveikti á tölvunni.
Á meðan að tölvan var að starta hljóp ég niður stigann faðmaði mömmu þétt að mér og tók fréttablaðið og fór að leita í því.
Vá hvað ég var glöð!..
En svo fann ég einhverja auglýsingu á netinu og sýndi mömmu hana. Hún rétti mér þá símann og hringdi ég.
Við ákváðum að fara til mannsins sem var með kettlingana kl. 4.
Ég gat ekki beðið og maginn minn var bara ég veit ekki hvað!..eins og einhver sprengja!..ég get alls ekki lýst þessari tilfinningu og er ég svo ánægð að ég var alveg að drepast úr spenningi!.
Kl. sló 4. Og keyrðum við af stað.
Þegar að við komum á áfangastað brosti ég og við gengum að hurðinni. Maðurinn kom til dyra og sýndi okkur kettlingana sem voru bara tveir eftir.
Einn svartur og hvítur og svo sagði hann að hinn var alveg ekta Íslenskur kattalitur.
Litli bróðir minn vildi þennann Íslenskalit en ég vildi hinn. Svo það var upp til mömmu komið..en hún sagði bara að það værum við sem áttum að ráða því.
Kisan var 6.vikna:)
Litli bróðir minn gaf svo eftir og fórum við út í bíl. Maðurinn rétti bróðir mínum köttinn í aftursætið og á leiðinni í dýrabúðina vorum við að ákveða nafn.
“Hvað með Rósu?..nei eitthvað annað….Skotta, Loppa, Rjómabolla”..en það varð ekkert úr nafninu.
Þegar að við fórum inn í dýrabúðina tókum við kisuna með inn og vorum við frædd frá toppi til táar og var 90% líkur á að þetta væri læða.
Eftir að hafa verið nokkra stund í dýrabúðinni fórum við út í bíl.
Kisi var greinilega svo hræddur að hann fór inn um innréttinguna á bílnum!..við vorum heillengi að reyna að ná henni þegar að ég spyr mömmu um hvort ég eigi ekki að fara inn í dýrabúðina og ná í hjálp. Ég hljóp inn og sagði frá atvikinu og komu tveir karlmenn að hjálpa okkur að ná henni.
Svo keyrðum við hana heim í ferðabúrinu sem að mamma keypti eftir atvikið.
Fyrsta nóttin var hræðileg og náði ég varla að sofa og það var skóli daginn eftir..það var samt þess virði.
Ég svaf á dýnu inni hjá mömmu fyrstu nóttina og var ferðabúrið hliðiná mér..vorum við búin að búa vel um það fyrir litlu snúlluna en hún vildi ekki vera þar hún fór alltaf undir sófann, bak við hann eða undir næsta rúm og fór að mjálma..ekki venjulegt “mjá”..heldur “mjáma”..svolítið skondið en sætt og fékk hún mig til þess að vorkenna sér..en eftir að hún hafi farið úr ferðabúrinu í 5ta skipti náði ég í hana og setti hana inn í það og lokaði..enda ekkert búin að sofa um nóttina og kl. 4.
En næsti dagur var ekkert skárri því að ég var ekkert smá hrædd um að hún væri í megrun eða e-ð..hún borðaði ekkert en mamma keypti rækjur og borðaði hún þær með bestu list.
En náði maður að sofa um nóttina sem var bara himnaríki:D.
Þriðja daginn sofnaði hún hliðiná mér!:D..og alveg síðan þá höfum við báðar lagst upp í rúmið mitt kl. 4 og farið að hafa smá stelpnastund:D.
Einnig þriðja daginn fundum við nafnið hennar sem allir voru sáttir við:D..og var hún nefnd Ronja;).
Um daginn kom mamma heim og heyrði sárt mjálm. Hún leitaði útum allt en fann Ronju svo þar sem hún var föst á milli ofnsins í stofunni(svona ofn sem maður notar til að hita upp húsin;)).
Mamma beitti öflum til að reyna að ná greyinu og var hún alveg strekt. En mamma náði henni samt loksins:).
Ég var í fermingafræðslu á meðan að þetta gerðist!:(.
Einu sinni kvæsti hún á fristinn svona eins og “Sesam opnist þú”..það var ekkert smá sætt:D.
En Ronja er algjör félagsvera og er hún snillingur ársins:D. Hún sækist rosalega mikið í okkur og fylgist með hverri hreyfingu í húsinu.
Alltaf þegar einhver er að fara gengur hún að rimlunum í stiganum og horfir niður og mjálmar eins og hún sé að segja bæ:D.
Þegar ég er í fartölvunni minni legg ég hana alltaf(eða oftast) uppá hnén og hef þau svona uppi svo kemur hún og horfir á mig þangað til ég lifti upp sænginni og þá fer hún undir og legst undir hnén..það er staðurinn “Hennar”X).
Alltaf þegar ég kem heim úr skólanum kalla ég á hana og þá kemur hún hlaupandi niður stigann gengur að fristinum og mjálmar..þá er kominn tími á rækjur:D.
Mamma er orðin rosalega hrifin af henni og er hún algjört dekurdýr..hún er heittelskuð og gætum við ekki lifað án hennar:).
En uppáhaldið hennar eru rækjur og vítamínið sem ég gef henni 2x í viku:)..hún malar á meðan að hún sleikir það:D..
Hún dýrkar að fá mjólk á morgnanna á meðan að við erum að borða morgunmatinn.
Hún elskar að láta knúsa sig og kyssa og malar í hvert skipti sem ég geri það:D
Hún elskar bönd og ekki sýst GARN!..ég má ekki prjóna í friði fyrir henni..:D.
Hún er algjör kelirófa en ef hún nennir ekki að knúsast þá bítur hún í hendina eins og maður sé að leika við hanaX)..eins og hún sé að segja “leiktu við mig!”:D…hún er algjört æði og er maður farinn að kunna á hanaX)
En hún sefur hjá mér á nóttunni og er algjör engill. Hún malar og það róar mig svo að vita að henni líði vel hjá okkur svo ég sofna ofurfljótt:D. En hún liggur annað hvort á koddanum mínum, hliðiná honum, undir sænginni eða alveg upp við mig.
Ég man þegar ég vaknaði eina nóttina og ætlaði að fara að snúa mér..en ég þorði því ekki því hún lá alveg upp við bakið á mér svo ég gat ekki hreyft mig!.
En ég þorði ekki að vekja hana svo ég færði mig bara aðeins í burtu og snúði mér og tók hana í fangið og vaknaði þannig um morguninn:D.
Hún er algjör prakkari og hef ég bara aldrei kynnst öðru eins!.
Ef að hún væri ekki hér er ég alveg viss um að ég væri aldrei svona hress eins og ég er núna..síðan að ég fékk hana hef ég alltaf verið brosandi og hlæ af engu:D.
En núna er ég búin að eiga hana í mánuð og er hún 10 vikna. Næsta fimmtudag verður hún 11. vikna:D.
Ég er alveg viss um að Ronja sér algjör draumaköttur og besti köttur sem hægt er að fá. Enda er hún mjög sérstök að lit. Hún er dökk brún á kollinum og svo dökknar liturinn þegar hann fer neðar á bakið og endar á rófunni. Hún er með tvo sokka á afturfótunum sem eru hvítir;). Svo er hún hvít á maganum og bara á mörgum stöðum:). En þegar að frænka mín sá hana þá sagði hún að það væri eins og hún væri með legghlífar á afturfótunum:).
En eins og ég sagði er hún algjör draumaköttur og veit ég að hún sé meðal þeirra bestu í heiminum eða bara sú besta:D.
Ég elska þennann kött útaf lífinu og elska hana og gæti bara sagt það ég veit ekki hvað oft!. Ég spyr líka oft mömmu af því hvort hún ætli nokkuð að skila henni eða lóga henni..bara til að sýna hvað mér þykir vænt um hana!!.
En ég þakka fyrir mig:)
P.s. Myndirnar voru of stórar:(
;)