Kötturinn er minni, grannvaxnari og lágfættari en hundurinn og er hann með langa og mjóa rófu. Hann er liðugur og sterkur (sérstaklega ef þeir fara í bað og vilja það ekki, Korkur er mjög sterkur þegar hann fer í bað XD ). Kötturinn er að eðlisfari blóðþyrst og grimmt dýr (en samt oftast ef kettirnir eru í veiðiskapi), reglulegt rándýr eins og önnur þau dýr sem honum eru skyldust og er honum því eðlilegast að lifa á kjöti og blóði dýra sem hann veiðir sjálfur. Tennur hans og fætur sýna þetta glöggt. Þó að kötturinn sé tamið dýr þá fer hann oft á veiðar og veiðir einkum smáfugla og mýs. Hann liggur í leyni eða læðist hljóðlega í færi, stekkur svo í einu stökki á bráðina og notar þá afturfæturnar, sem eru lengri og sterkari e framfæturnir. Hann er oft á veiðum um nætur og sér þá vel og heyrir ágætlega. Á daginn heldur hann oft kyrru fyrir og sefur, einkum þar sem vel er heitt. Þegar vel liggur á kisu er hún blíðlyndið sjálft, malar og strýkur sér upp að manni, en ef hún reiðist eða á líf sitt að verja, breytist hún í hræðilegt villidýr, sem reisir hárið, hvæsir af illsku og ver sig með klóm og kjafti. Gagn gerir kötturinn aðallega með því að útrýma músum og rottum.

Í heitu löndunum eru ýmis stórvaxin dýr af kattarættkvíslinni sem leggjast á stórgripi og eru oft mannskæð.

Ljónið er einna stærst, 2 m á lengd, auk rófunnar, sem er löng og mjó með hárskúf á endanum. Á litinn er það grágult. Karldýrið er mjög loðið að framan. Ljónið á heima víða um Afríku og í Vestur-Asíu og drepur oft stórgripi, því að það er ákaflega sterkt og hugað; stundum ræðst það á menn.

Tígrisdýrið er á stærð við ljónið, en allt jafnloðið og rauðgult á lit með svörtum þverrákum (bröndótt) og öllu grimmara en ljónið, einkum er það mannskæðara. Það á helst heima í votlendum kjarrskógum í Suður-Asíu. Það gerir stórtjón á búpeningi, og auk þess verður árlega fjöldi manna því að bráð, því að illt er að varast það, þar sem það liggur í leyni í hávöxnu grasi eða þéttu kjarri.

Pardusdýrin í Suður-Asíu og Afríku og jagúarinn í heitu löndunum Ameríku eru nokkru minni en tígrisdýrið og gul á lit, með dökkum hringblettum.

Gaupan er miklu stærri, háfættari og rófustyttri en köttur og hefur stutta hártoppa upp úr eyrunum. Hún á heima í skógum Skandinavíu og lifir einkum á hérum, en leggst líka á sauðfé.

Kötturinn og þau dýr, sem talin voru hér á eftir honum, eru náskyld og teljast til kattarættirnnar.
Plempen!