Halló!
Hún systir mín á ársgamlan fresskött, geltann reyndar, og er hann mesti vesalingur sem ég hef vitað um. Sumir kettir leyfa ókunnugum að klappa sér og sumir ekki. Þennan kött er ég búinn að umgangast í talsverðan tíma en hann er ævinlega jafn hræddur við mig, reyndar er hann hræddur við alla nema systur mína og eina vinkonu hennar.
Ég er nú búinn að velta þessu fyrir mér í talsverðan tíma hvað sé að þessum ketti eða hvort sumir kisar séu bara svona. Einn vinur minn sem hefur átt fleiri en einn sófaspæni (kött) segir að þessi kisi hljóti bara að vera e-ð brenglaður, því þetta sé ekkert eðlilegt.
Mér þætt vænt um ef að einhvur spekúlantin hér gæti kannski varpað ljósi á þetta sem er að honum. Eitt sem mér dettur í hug er að hann var geltur strax við sex mánaða aldur. Getur það hafa orsakað þessa truflun í honum?
Takk fyrir,
Siggibet