Grein sem ég samdi um Ísold fyrir svolitlum tíma, ákvað að senda hana inn ;)
Saga Ísoldar
Rauðhóla Ísold er norskur skógarköttur frá ræktunninni Rauðhóla. Ísold er fædd 30 nóvember árið 2002 og verður 5 ára a þessu ári. Ísold hefur ekki farið a sýningar enn og við ætlum ekki ad sýna hana! Þar sem við fórum með köttinn okkar a sýningu einu sinni (sem var með lítinn vírus og við vissum ekki að því) og vírusinn stækkaði eftir þessa sýningu, svo ad þetta er mikið álag fyrir köttinn og svo líka að hun hefdi getað smitað einhverja aðra ketti og hreinlega drepið þá!
Ísold kom til min fyrir 2-3 árum og hefur ekki alltaf verið eini kötturinn a heimilinu! Þegar hún kom áttum við fyrir 2 ketti sem heita Eldibrands Ylfa og Bella Kleina. Það líkaði henni ekki svo að við gáfum og seldum hinar lædurnar. Ylfa er núna í ræktun sem heitir Frostrósar! Bella er bara fjölskyldumeðlimur hjá konu sem heitir Rósalind og syni hennar. Við gáfum thessari konu Ylfu með því skilirði að við fengum eitt got undan fressinu hennar…svo kannski eftir 1 ár? verður pörum, hver veit?
Ísold hefur gaman á að klifra i trjám, skoða bíla, fara í bíltur, elta rusl sem hún kemur inn með rosakát. Ég er ekki alveg jafn kát og hún með það! Henni finnst líka æði ad fara út í bandi í göngutúr, en ekkert varið í það að vera ein úti í bandi födt við staur eða einhvern hlut og stundum fær hún að vera laus.