Það er bráðnauðsinlegt að gelda kettina eða setja á pilluna, sérstaklega ef að það eru læður !!
sjoefn7 ég geri ráðfyrir að þú sért með fress sem er úti köttur !
ég hef átt ógelt inni-fress og ógelt inni-læðu og líka úti-fress
og á 3 ketti núna (eða fjölskyldan réttara sagt)
átti einu sinni æðislegan svartan kött sem við björguðum sem kettling úti ,mamma gat svo ekki farið með hann í geldingu þegar hann varð kynþroska og hann stakk af á lóðarí og hvarf ..skömmu seinna varð ég að taka á móti símtali sem hljóðaði svona :“ átt þú kött sem heitir skuggi ? , ég fanna hann dauðan úti á götu !”
vinur minn er líka búinn að missa fress á lóðaríi !
svo er það læðurnar ,inni-læðan mín byrjaði eitt sinn að breyma eina helgina , og það var sú erfiðasta helgi sem ég og fjöls. höfum átt …ekki bara því að hún var helv.pirrandi og hélt okkur vakandi á næturnar .. heldur líka afþví að hún virtist ekki vita hvað var að sér ,svo grét hún og grét í okkur , gekk með rassinn upp í loft og ég held að ég hafi aldrei séð kött eins áttaviltann og sáran í augnlitinu sem maður fékk . fressið sem ég á lamdana bara og hélt henni niðri í gólfi (hann er geldur og var víst orðinn hræddur við þessa hegðun)
hún virtist ekki verað biðja um að fara út eða neitt ,heldur bara að láta þessa tilfinningu (sem hún skildi ekki) hverfa !
þannig að við settum hana á pilluna og hún hætti og hefur verið fín og´góð síðan í fullri sátt við fressin. og því miður er hún jafnbandvitlaus að elta bolta og bréf um alla íbúð eins og þegar hún var kettlingur !
kynþörf hjá dýrum er EKKI andleg eins og hjá mönnum ! , þessvegna hverfur öll löngun eftir geldingu! ,ekki halda að þið séuð að gera dýrunum eitthvað illt og að kisan verði þunglind vegna getuleysis eða whatever. aftur á móti geta kisur lent í þunglindi ef að þær verða fyrir sjokki, það er annað mál.
kettir nú til dags eru heimilisdýr og heimilisdýr hafa ekki tækifæri á að lifa eins og villt dýr, (að fjölga sér á hverju ári og veiða sér til matar !), því miður verðum við að gæta þess að þau geri það ekki svo að það verði ekki offjölgun og fuglalaust.