megrun handa kisu
jæja, þá er það komið að því. Afi er búinn að gjörspilla og ofdekra kisu sem var eitt sinn sæti og fín. Nú er hún feit og stór. Dýralæknirinn hrópaði upp yfir sig “MEGRUN Í GÆR” en það er bara svo gott að kúra við svona feitan kött! Afi tekur þessu alvarlega en ég stend sjálfa mig að því að lauma til hennar kjötbitum, steiktum fiski, súkkulaði eða bara því sem ég er að borða hverju sinni. Ég get ekki ýmindað mér að snúllukisan mín (eða afa) muni verða mjó og spengileg… Hvað get ÉG gert til að taka þátt í megrun kattarins? Sálfræðilegar blekkingar á heila mínum? Á ÉG við vandamál að stríða? Hvers vegna get ég ekki staðist mjálm kisu? Er ég einfaldlega of undirgefin og veikgeðja gagnvart krúttlega stóru kisunni minni? (eða afa)…