Norski skógarkötturinn Norski skógarkötturinn.


Þessi köttur er ættaður af Noregi eins og nafnið gefur til kinna. Norskur skógarköttur er ekki villiköttur. Fyrsta kattasýningin sem tegundin fór á var árið 1938 og þá byrjaði ræktunin á tegundinni. Hann er mjög vinsæll í Bandaríkjum, Evrópu og víðar.


Feldur.


Feldurinn á norskum skógarköttum er oftast síður og þykkur. Þéttur feldurinn heldur á honum hita á veturna og þegar kalt er úti. Ytri feldurinn verhann fyrir rigningu og sjó. Þar að auki vex þéttur kragi um háls og niður að bringu. Kötturinn fer mikið úr hárum á veturna. Eitthvað hef ég nú líka heyrt að hvítur litur er loðnari og að hvítir kettir fara mikið meira úr hárum.


Útlit


Þessi köttur er mjög stór, sterkbyggður og þrekmikill. Hann er með langa fótleggi. Afturleggirnir eru lengri en þeir fremri. Skottið er langt og loððið. Höfuðið er þríhyrningslaga, með langt beint nef og stór, breið, toppótt eyru. Augun eru möndlulöguð og geta verið í öllum litum.


Geðslag


Kötturinn er mjög ljúfur og hefur gaman af félagsskap fólks. Þetta er mjög greint og sjálfstætt dýr sem þarf að geta farið ferða sinna undir beru lofti og getað klifrað og veitt, en getur líka verið inni köttur ef hann hefur rúmt um sig.


Umhirða.


Það þarf að greiða feldinn helst á hverjum degi. Kötturinn þarf mat og vatn, eins og aðrir kettir og þarf félagsskap.


Litir á feldi


Litirnir geta verið í öllum munstrum og litum, nema lillabláum, brúnum og með grímu.



Takk fyrir mig, vona að það hafi verið gaman að lesa þetta :)


feitunstu kveðjur…

Ásta Katrín og Rauðhóla Ísold <33 ;*