Umfram allt þarf kötturinn sem sýna á að vera heilbrigður. Hann þarf að hafa fengið sína árlegu kattarfárssprautu alla vegna hálfum mánuði fyrir sýningu og ekki má hafa liðið meira en ár frá síðustu sprautu. Allir kettir þurfa að fara í gegnum dýralæknisskoðun áður en þeim er hleypt inná sýningarsvæðið og þarf að framvísa sprautuvottorðinuþ Klippar þarf klærnar á kettinum, það er gert í öryggisskyni fyrir dómþjóna og dómara sýningar. Hægt er að kaupa sérstök klóaskæri í velflestum gæludýraverslunum.
Fyrir þá ketti sem þurfa mikla feldhirðu getur undirbúningurinn tekið mánuði, leitið ráða hjá ræktendum hvernig best er að haga hirðingu og snyrtingu fyrir sýningu. Lágmarks skilyrði eru að kötturinn sé hreinn og ekki með feitan feld. Hnútar og skallablettir mega ekki vera til staðar.
Þá má ekki gleyma að tryggja að kötturinn sé hreinn um nefið, í eyrunum og að aftanverðu. Allir kettir á sýningum eru í eins búrum, búrin eru 70bx
70hx 70d cm. Æskilegt er að hafa gardínur til að hengja upp í búrinu, allavega í hliðarnar og jafnvel í bakhliðina. Til eru margar útfærslur af gardínum og er það undir eigendum komið hversu mikið er lagt í skreytingu. Flestir hengja gardínurnar upp með gradínugormum og yfirleitt er best að klippa þá til þegar komið er á staðinn. Oft má komast á sýningarsvæðið kvöldið fyrir sýningu til að hengja upp gardínurnar og ganga frá búrunum. Gott er að hafa eitthvað til að leggja á botninn fyrir kisu til að kúra á og gaman ef til er eitthvert uppáhaldsdót eða hlutur til að taka með.
Sandbökkum er dreift á sýningunni, hinsvegar þurfa eigendur að koma með matar- og vatnsdalla og eitthvað fyrir köttinn að borða. Kettir borða ekki mikið yfir sýningardaginn og er það ekkert til að hafa áhyggjur af. Til að minnka líkurnar á því að kötturinn bleyti sig áður en farið er upp til dómara er sniðugt að setja aðeisn lítið vatn í einu inn í búrið.
Þá er komið að því sem við verðum að muna eftir að taka með á sýninguna sjálfa til að bregðast við því sem getur komið uppá. Þvottastykki og handklæði sem kötturinn má nota ættu allir að taka með, gott er að hafa með bómullarskífur, fyrir ketti sem hafa síðan feld er einnig nauðsynlegt að taka greiður og bursta með. Gott er að hafa hárblásara ef til þess kæmi að baða þyrfti köttinn
að hluta til. Umfram allt, ef slys gerist á sýningu og kisa fær t.d. niðurgang, leitið endilega eftir hjálp hjá þeim sem eru næstir ykkur. Flestir eru meira en tilbúnir að hjálpa og hægt er að bjarga ótrúlegustu hlutum.
En hvað með eigandann? Þarf ekki einhvern undirbúning þar líka? Jú, svo sannarlega. Hafa ber í huga að eigendur eru á staðnum í allt að 10 tíma
, en það sakar ekki að hafa með sér eitthvað að drekka og ekkert bannar fólki að hafa með sér nesti.
Það er fastur liður að eftir sýningu tekur hver sýnandi niður búrin sem hans köttur var í og borðin sem það stóð á. Það er hins vegar mikil vinna að ganga frá og er öll hjálp vel þegin, endilega snúið ykkur til sýningarstjóra ef þið viljið hjálpa til við að taka niður sýninguna.
Plempen!