Farðu vel með köttinn þinn þegar hann fer að eldast.

Þegar kötturinn þinn kemur af blómaskeiðinu(fullorðins skeiðinu) verður þú að fylgjast vel með daglegu þörfun hans og hvenær hann þarf að fara til dýralæknis.

Þér finnst kannski að kötturinn þinn sé alltaf sá sami og þegar hann var kettlingur. Feldurinn er enn með sömu fögru litunum og mynstrinu. Augun eru enn grasgræn, en hegðunin er breytt. Kannski er eins og hann villist í kunnugulegu umhverfi, eða hann nennir ekki eins hreinum eins og áður.

Jafnvel þótt þú viljir ekki viðurkenna það, þá er kötturinn þinn að eldast, bæði andlega og líkamslega. Dýralæknar skilgreina það sem svo, að ellin byrji að herja á ketti frá 7-12 ára aldri. Samkvæmt könnunum þá hefur fjöldi þeirra katta sem verða 6 ára og eldri tvöfaldast á áratug og nánast allir hafa allir heyrt um kött sem hefur orðið næstum 20 ára og jafnvel eldri.

Þó svo að ekkert sé nátturlega en að eldast, þá getur verið gremjulegt fyrir köttinn og eins og þig. Það getur hjálpað að vita við hverju þú mátt búast við og hvað hægt er að gera fyrir köttinn, hvernig þú getur þú látið honum líða betur, svo að þið getið notið elli kerlingar saman.

Algengingar breytingar hjá eldri köttum.
Kettir ganga í gegnum mjög svipað breytingaskeið og við þegar þeir eldast. En ekki halda að allar þær breytingar sem þú sérð í eldri ketti séu vegna aldurs og ekkert sé hægt að gera. Fylgist vel með breytingum í hegðun og líkamlegu ástandi kattarins og talið við dýralækninn ef þið verðið vör við eitthvað óvenjulegt.

Ein af mikilvægari breytingum er sú að ónæmiskerfið veikist með aldrinum og meiri hætta á sjúkdómum. Þeir sjúkdómar sem hrjá eldri ketti eru t.d. nýrna- og lifrasjúkdómar, krabbamein, sykursýki, skjaldkirtilsofvirkni(leiðir oft til ofvirkni) og þarmabólur.

Liðagikt er algeng, en oft tekur fólk ekki eftir einkennum liðagiktar. Liðagikt í köttum verður til vegna slits og aldurstrengda breytinga í liðbrjóski. Kettir finna sársauka í liðnum og verða aumir, en einnig getur verið einnig getur verið erfitt fyrir þá að komast um, sérstaklega að stökkva hátt, nokkuð sem þeir áttu ekki í neinum vandræðum með hér áður fyrr. Það er sjaldan sem kettir verða það aumir að þeir eigi erfitt með gang, en sumir kettir eiga erfitt með að nota djúpa sandkassa og forðast þá jafnvel. Þeir kveinka sér og hörfa jafnvel undan þegar reynt er að taka þá upp.
Plempen!