Kattahvörf í Sundunum
Ég bý í Sundunum og hef gert það alla æfi. Einu sinn kom læða og “bankaði uppá” hjá okkur. Við auglýstum hana, en eingandinn hafði ekki samband. Þannig sátum við uppi með ketlingafulla, u.þ.b. 6 mánaða, læðu sem hafði villst að heiman. Við áttum hana í nokkur ár, en einn daginn kom hún ekki heim. Við auglýstum um allt, höfðum smaband við Kattholt og dýraspítalann (hún var eyrnamerkt) og leituðum um allt hverfið, bönnkuðum á alla bílksúra o.s.frv. En ekki fannst Blíða. Síðan þá hef ég tekið eftir því að á vorin fá rosalega margir sér ketti í hverfinu en þeir eru allir horfnir um mánaðarmótin október/nóvember. Það var fjölskylda í kjallaranum í húsinu við hliðina á okkur sem missti 4 ketti á sirka 3 mánuðum, þar af þá síðustu tvo, með dags millibili. Þau fluttu burt. Ég tapaði líka tveimur köttum í fyrrasumar. Ég veit að Cyborg er í Sundunum og kettirnir hans hurfu. Það er bara einn köttur sem ég veit um sem hefur lifað í einhvern tíma. Hann heitir Pési og er af síamskyni, geldur og fer eiginlega aldrei neitt. Ég hef reyndar ekki séð hann í dálítinn tíma og hver veit nema hann sé horfinn lika. Síðan veit ég til þess að köttur var krossfestur upp við Langholtskirkju og kona ein fékk sent heim til sín skott af ketti. Hún hafði tapað ketti nýlega en skottið var samt ekki af honum. Ég hef velt því nokkuð alvarlega fyrir mér hvor það sé kattamorðingi í hverfinu, og það hlýtur eiginlega að vera. Margir halda að einn nágranna minna standi að baki þessu öllu saman, en ég dreg í efa að það sé hann. Hann hefur átt í útistöðum við stjórnvöld í gegnum tíðina og er dálítið sér á báti. Ég hef búið í næsta húsi við hann alla mína æfi og tel mig þekkja hann nógu vel til þess að vita að þótt hann sé ofstækisfullur myndi hann aldrei framkvæma slík fólskuverk sem þetta myndi teljast.