Ég hafði lengi gengið með þá hugmynd í hausnum að það gæti verið gaman að eignast kött eða hund, en hundur krefst meiri vinnu og ég vil ekki eignast hund fyrr en ég bý á sveitabæ og get verið heima nánast alltaf. Þannig að mig langaði í kött í bili, og kærastinn minn elskar ketti en vandamálið var að pabbi er ekkert mjög mikill kattaáhugamaður.
Það gerðist um daginn að pabbi fór í burtu í nokkra daga um leið og vinkona mín var að reyna að losna við nokkra kettlinga þannig að ég ákvað að stökkva á tækifærið. Ég keypti sandkassa, kattasand og matarskálar og fékk köttinn heim með kettlingamat. Mér var sagt að hann væri frekar einmanna án bróður síns og færi sennilega að væla og svoleiðis en svo var ekki. Við héldum Capo nú frekar uppteknum, vorum að leika við hann og kúra með hann. Fyrstu dagana var Capo nú frekar hræddur við mig og vildi ekkert koma nálægt mér nema þegar ég var með músina hans.
Nú er ég búin að eiga Capo í eina og hálfa viku og hann er alveg yndislegur núna, ekkert hræddur við mig og reyndar á morgnana þarf hann svo mikla athygli að ég get varla gert mig tilbúna fyrir skólann, þegar ég lokaði hurðinni á eftir mér inná klósett í dag þá var hann bara á hurðinni og mér heyrðist hann meira að segja hoppa upp í huðrahúninn. Svo eltir hann mig um allt hús og hann er svo sætur.
En ég mæli alveg með því að allir fái sér kött, það er yndislegt.
Með kveðju frá hestafríkinni…