Hæ, ég vona að þið getið hjálpað mér, þannig er það að ég átti kisu, sem ég fékk þegar hún var mjög ung, og hún var mjög hrædd við að vera ein þannig að hún tók uppá því að pissa í sófann í hvert skipti sem ég vogaði mér út, og sama hvað ég gerði hún hætti þessu ekki, en svo hafði samband við mig fjölskylda sem bjó útí sveit sem var að leita sér að kisu, og þar sem þau gátu hugsað betur um hana en ég lét ég þau fá hana, og það gékk mjög vel, en það sem ég var að velta fyrir mér er það að það er ennþá soldil kattahlandslykt í sófanum, og ég var að pæla ef ég fengi aðra kisu hvernig hann myndi bregðast við að finna lyktina úr öðrum ketti?? myndi hann ekki bara að fara að pissa þarna líka til að yfirgnæfa lyktina úr hinum kettinum? (þetta er sko geldur fress sem ég veit um, og það á að svæfa hann ef það vill hann engin, þannig ég er mikið að pæla í taka hann)
það væri æði ef þið gætuð commentað um þetta, og hvað er hægt að nota til að eyða þessi ógeðslegri lykt?
takk fyrir,
betababe
Before you criticize someone you should walk a mile in their shoes…