Hæ, ég er að fara flytja með köttinn, en það er soldið sem ég hef ekki gert áður.

Eins og er er ég í kjallaraíbúð þar sem hann kemst inn og út um glugga að vild og hann er töluvert á flakkinu kallinn.

Í næstu viku flyt ég hins vegar á efstu hæð í stóru húsi, svona átta götum héðan (nálægt). Í húsinu eru 5 aðrir kettir og rafstýrð kattalúga og fíneríheit. Allt í gúddí með það og ég held hann muni ekkert eiga í vandræðum með hina kettinu eða öfugt. Ég er hins vegar að spá ef hvort hann gæti ruglast eitthvað í ríminu og villst eða farið aftur á gamla staðinn og chillað þar og síðan bara gleymt hvar nýja platzið er.

Þannig ég er að óska eftir einhverjum ráðum eða einhverju sem þarf að varast. Ætti að hafa köttinn inni til að byrja með svo hann fatti að hann eigi heima þarna? Ætti að byrja á því að fara með hann út í ól? Eða bara leifa honum flakka og treysta á það að hann sé með allt á hreinu?

Takk,
Jón Helgi

ps. bara vinsamleg ábending, en hver sem er admin hérna, hvernig væri að eyða bullshit svörum um leið og þau koma?
Orale vaddo!