Hann er bara hræddur við þetta nýja umhverfi og aðstæður. Leyfðu honum að róast og jafna sig. Ekki taka hann of mikið upp. Ef þetta er kettlingur er hann ábyggilega lofthræddur fyrst um sinn líka. Ef þetta er fullorðinn köttur er hann ábyggilega sármóðgaður og fúll út í þig. Kettir eru nefnilega ekki svo hrifnir af breytingum. Góð hugmynd að gefa honum eitthvað gott. Prófaðu líka að nota undirskál í staðinn fyrir venjulegan matardall, svo hann sjái hvað er verið að gefa honum. Ég veit hann finnur auðvitað lyktina, en af einhverjum ástæðum eru mínir kettir ekki sérlega hrifnir af svona döllum. Kannski er svipað farið með þinn. Leyfðu honum líka að skoða þig áður en þú nálgast hann og farður rólega að honum. Ekki trampa í gólfið og talaðu blíðri röddu við hann. Þú getur prófað að setjast nálægt honum (samt ekki of) og látið hann skoða þig og rétta síðan höndina rólega að honum og leyft honum að þefa af þér. Þegar hann hættir að færa sig burtu og nuddar höfðinu upp við hendina á þér veistu að þú ert búin að brjóta smá ís. Þá geturð kannski gefið honum e-ð gott og svo gáð hvort hann leyfi þér að klappa sér o.s.frv. Ekki fara of hratt fyrir hann. Hann verður að fá tíma til að jafna sig og venjast þessu.