Minning um hana stjörnu mína... Ég stunda þetta áhugamál ekkert en ég varð að koma þessu útúr mér…

Áður en ég fæddist (fyrir 16 árum) fundu foreldar mínir lítinn kettling sem var alveg svartur en með hvíta stjörnu í hálsinum. Meiningin var að skíra hana eitthvað flott en þau gleymdu því alveg svo hún endaði með því að heita Stjarna.

Þegar hún var 3 og ég 2 þá var hún úti að leika sér og varð fyrir göusóp og meiddist alveg hræðilega. Hún kom innum stofugluggan eftir að hafa orðið undir honum öll útí blóði og með 2 brottna fætur og héldu mamma og pabbi að hún myndi deygja en hún Stjarna mín lét ekki undan og barðist í gegnum allt.
Hún fekk 15 spor undir magan og svo brotnuðu 2 fætur og hún var öll útí blóði. En lifði af en var alltaf hrædd við götusópa eftir það.

Þeg hún varð svo 6 ára og 5 þá kom hún heim angandi af ilmvatni og mamma skildi ekkert í þessu og fannst þetta frekar ógeðslegt svo hún baðaði hana og þetta var í fyrsta af 2 skiptum sem hún hefur farið í bað:P. En þá hafði nágranninn spreyjað á hana ilmvatni þegar hún kom til hennar því hún er svo hrædd við kétti.

Við fluttum þegar hún var 9 ára og ég 8 og var að byrja í 3 bekk. Hún labbaði 3 hringi í gegnum allt húsið meðframm öllum veggjunum og eftir það líkaði henni bara vel hérna og fann sér dvalastað í rúminu mínu til að sofa í.

Þegar ég var svo 14 ára og 15 þá var ég fermdur og þá misti hún heyrnina. Við skildum það ekki þegar við kölluðum á hana þá svaraði hún okkur ekki. Svo föttuðum við nokkrum dögum seinna að líklega hefði hún bara mist heyrnina.

Eitt ár leið í viðbót og hún var orðin 16 ára og ég 14 ára og þá byrjaði hún að nærast svo svakalega ílla og borðaði ekki neitt og við sáum að þetta var ekki gott fyrir hana en vildum ekki svæfa hana. Svo leið og beið og hún verstnaði bara með tímanum. Hún varð svo svakalega horuð að fólki fannst óþægilegt að klappa henni og feldurinn var byrjaður að vera suppulegur því hún var hætt að þrýfa sig og svo svaf hún bara.

Núna í dag ákvöðum við að svæfa hana því við erum að fara í 2 vikna ferðalag og sáum ekki það til enda að við gætum látið hana vera eina eftir svona ílla á sig komna svo við hringdum á dýraspítalan og þau sögðu okkur að koma með hana.

Við keyrðum af stað og maður var með kökkinn í hálsinum því maður vissi hvað var að fara að gerast. Ég hélt á henni á leiðinni og Stjarna horfði útum gluggan ekkert smeik en smá stressuð(hárin risu).

Þegar við mættum svo á dýraspítalan þurftum við að bíða og ég fann hvernig tárin reyndu að koma en ég leyfði mér það ekki, reyndi að vera sterkur en ég vissi það alveg að á endanum myndi ég brotna.

Konan kom með búr fyrir hana og ég gat ekki látið hana inní búrið því ég vissi að það yrði það seinasta sem ég myndi gera með henni. Ég hélt á henni og fann að ég gat valla haldið tárunum. Mamma kyssti hana og ég rétti hana inní búrið en Stjarna hafði fest klærnar við mig eins og hún vissi hvað væri að gerast. Mamma tók utan um mig og við létum tárinn falla.

Við stóðum þarna í smá stund með fólkið allt í kringum okkur, sumir að fá sér nýtt gæludýr og aðrir með dýrinn sín hjá lækni en aðrir í sömu aðstæðum og við, voru að láta svæfa dýrið sitt. Maður fann að fólkið fann til með manni.

Við fórum útí bíl og fórum til ömmu sem fannst þett mjög sárt og táraðist líka með okkur. Við mamma útgrátinn. Við fórum heim og ákváðum hvar við ætluðum að grafa hana og ætlum að láta vin okkar búa til Legstein því hann á legsteinafyrirtæki. Núna bíðum við þar til við meigum sækja hana en ég veit ekki hvort ég sé tilbúinn að sjá hana þegar hún liggur andvana í kassanum í náttfötunum hanns pabba sem hún var alltaf svo hrædd við því pabbi öskraði einu sinni á hana í þeim þegar hún vakti hann með mjálmi.

Ég á margar góðar minningar með henni og vildi óska þess að ég gæti endurminnt þær ef það væri nú bara hægt. Ég varð bara að segja söguna hennar Stjörnu til að kveðja hana…vona að þið komið ekki með neitt skítkast

Kv
Jökull & Stjarna sem horfir á mig frá himninum

Hennar verður sárt saknað.