Í gærkvöldi slapp Ottó minn út og þegar hann kom inn þá tók ég eftir að það blæddi úr þófanum á honum. Við mamma skoðuðum hann og sáum að hann hafði rifið nokkuð ágætis stykki þarna upp, Svo mamma hringdi á dýralæknir á næturvakt og spurði hann hvað við ættum að gera. Hann ráðlagði okkur að binda um þetta og setja sótthreinsandi krem á þetta og koma svo með hann strax í fyrramálið.
Mamma fór með hann klukkan 9 í morgun og sótti hann svo klukkan 4 þá var búið að sauma greyið 4 spor í tásluna :/ Svo Litla greyið mitt er núna að jafna sig á svæfingunni og með eitthverjar svaka umbúðir utan um löppina svo hann á svoldið erfitt með að reyna að labba þar sem þetta hindrar alveg jafnvægið hans. Auk þess sem hann er með svona Lampaskerm utan um hálsin (notað til þess að hann nái ekki að naga umbúðirnar af)
Þetta þarf hann að vera með í 10 daga, en þá verða saumarnir teknir úr honum.
Það er svo leiðinlegt að sjá vesalings kallinn minn svona.. Hann skilur ekkert í þessu hvers vegna hann þarf að vera með þetta á sér. Situr bara á gólfinu með skermirinn upp við vegg og hreyfir sig ekkert. (Svona eins og hann gerir þegar hann er í fýlu)
Ég reyndar tek af honum skerminn annars lagið og leyfi honum að hreyfa sig soldið annars lagið og svona. En Svo asnaðist ég til þess að sofna í dag og hann náði að naga þetta af sér. En sem betur fer kom mamma heim stuttu seinna og sá það og við redduðum þessu aftur :)
Vona bara að hann jafni sig í nótt og verði ekki alveg svona slappur á morgun, það er svo leiðinlegt að horfa uppá dýrið sem vanalega er að deyja úr ofvirkni vera svo slappan að hann geti ekki einu sinni borðað harðfisk sem er uppáhaldið hans :/
PS: myndavélin míner bilu svo ég get ekki sett inn myndir af þessu strax