Við þurftum að gefa hana því að við vorum að flytja í Mosfellsbæinn í fjölbýli og við máttum ekki hafa ketti.Þannig við gáfum hana, reyndar bara til ömmu minnar en hún á heima á Siglufirði, og í þau fáu skipti sem ég fer þangað fæ ég varla að sjá hana! Því það er fólk sem allveg ofdekrar hana! og það á hana einu sinni ekki! en það er samt allveg ágætt því hún er ánægð hjá þeim. Og það er náttúrulega mjög gott.
En hún hefuru bara svo fitnað mikið,því þau gefa henni alltaf svo mikið að borða t.d. fisk,rækjur,mjólk og rjóma. Og svo fær hún ekkert að vera úti, því að ef hún verður úti í meira en klukkutíma þá fara allir út að leita af henni!
Eins og t.d.
Týna slapp útum kvöldið og amma fór til gamla fólksins að láta þau vita að hún hefði sloppið(ef Týna skildi stökkva uppá gluggan) Jújú, það var allt í þessu fína, en svoo urðu hjónin svolítið áhyggju full af aumingja kettinum! Þannig var þá ekki bara skellt sér út um 3 um nótt og leitað af kettinum!(Þessi hjón eru um yfir sjötugt)Síðan fundu þau hana og tóku hana inn til sín!
Svo líka hafði Týna lent í slag og fengið lítið sár á nefið.Hún var þá tekin og sett í bað(aumingja kötturinn) síðan var hún sett í fótasnyrtingu og hvað annað! Síðan fékk hún að vera þarna um jólin(Því að amma mín fór til frænda minns og fjölskyldu hans) Og fékk ekki Týna mín jólagjfir frá öllum?!?
Og svo hefur allveg verið eytt heillri filmu bara í hana. Og síðan er hún með svona stundaskrá hvenær hún á að borða,fara út,sofa og þannig dótt! Og svo margt,margt fleirra sem hefuru verið gert fyrir hana!
En henni líður vel og finnst eins og að hún sé kominn til himnaríkis og ég er glöð yfir því! En ég vona bara að hún drepist ekki úr offitu.
Elska þig ólýsanlega mikið elsku fitubollu-dúllan mín Týna!
dilja93@hotmail.com