Malla er drottning heimilisins, hún er mjög gáfuð, ákveðin, ekkert fyrir að láta snerta sig nema þegar hún er í stuði til þess og þá vill hún liggja ofaná manni og maður á að klappa vel og lengi. Möllu líkar mallanudd afar vel! Til að byrja með var Malla algjör mömmustelpa og lá helst hjá mér meðan ég sat í sófanum, hún myndi standa á mér og mjálma, þá átti ég að taka fram uppáhaldsteppið hennar og breiða yfir mig, þá mundi hún leggjast á það og njóta nudds.
Malla krúnkar, já hún krúnkar, þegar hún er snert óvænt þá heyrist lítið krúnk úr henni! Einnig krúnkar hún stundum þegar hún er full af orku sem hún veit ekki hvað hún á að gera við.
Eitt er það við Möllu sem er ansi leiðinlegt, hún slefar! Þegar henni líður vel, þá slakar hún svo mikið á að hún hefur ekki fyrir því að kyngja. :)
Nóra er litla prinsessan á heimilinu, eða litla, hún er nú ansi bústin. Nóra er algjör kjáni, reglulega lokast hún inni í þvottahúsi og fattar ekki að nota gluggann til að komast aftur út. Einnig þegar við sitjum inni í herbergi og hún er úti og sér okkur þá fattar hún ekki að labba að eldhúsglugganum til að komast til okkar, hún virðist halda að það sé annað herbergi!
Nóru finnst gaman að væla, á morgnanna ef henni finnst við ekki nógu snemma á fætur þá vælir hún við hurðina, hún er náttúrulega að deyja úr hungri. :) Svo vælir hún alltaf þegar á að fara að gefa henni að borða.
Nóra er algjört matargat sem sést best á holdafarinu hennar, alltaf þegar einhver labbar inn í eldhús býst hún við að fá mat og eltir viðkomandi.
Allavegna, ég elska báðar kisurnar mínar alveg heiftarlega mikið, get ekki ímyndað mér lífið án þeirra.
Just ask yourself: WWCD!