Ég þarf nauðsynlega hjálp. Köttur frænku minnar er óður í ruslatunnuna inná baði. Hann nær alltaf að opna hana og dreifa jukkinu í henni útum allt hús. Þótt ég nái að loka henni mjög vel þá samt eitthvern vegin nær hann að losa læsinguna.
Það er ekkert sérlega geðslegt að sjá notaða bómulla, eyrnapinna og eitthvað subb á víða dreif um stofuna. + það að Púki og Ottó báðir eru með eitthvað thing fyrir eyrnapinnum. Þeir ÉTA þá!
Vitiði um eitthvern kött sem lætur svona með ruslið og vitiði hvað ég get gert til þess að stoppa þetta??