Ég er búin að vera að passa kött frænku minnar í nokkra daga núna heima hjá henni og hef haft Ottó með mér svona mest allan tímann.
Þeir höfðu hist nokkrum sinnum áður (Ottó og Púki köttur frænku minnar that is) og þeir hafa í þau skifti alltaf verið frekar forvitnir á að skoða hvorn annan en aldrei meikað að leika sér neitt saman.
Svo eftir að ég fór fyrst til frænku minnar skildi ég Ottó eftir heima. En sótti hann svo næsta dag og leyfði honum að vera yfir nótt. Þá voru þeir svona aðeins meira áhugasamir á að “tala” saman en samt kom svona smá urr á milli.. og Ottó svaf undir hendinni á mér alla nóttina og vakti mig reglulega til þess að reka Púka í burtu þar sem hann sat bara og starði á Ottó minn reyna að sofa.
Svo skutlaði ég Ottó heim til mömmu en hann var ekki alveg sáttur með að ég skildi fara svo út án hans, heldur sat hann við hurðina í hálftíma eftir að ég fór og beið eftir mér.
Svo ég sótti hann aftur daginn eftir og minn var sko aldeilis hress með að fá að koma með mér. og núna hafa þeir ekki hætt að leika sér. Þeir eru bara að 24/7 og það er allt í góðu.
Þarf reyndar að taka til svona frekar mikið þegar ég vakna þar sem þeir ná eitthvern vegin að rústa öllu þegar þeir eru að leika sér.
Ég er samt svoldið hissa á hvað þeir ná vel saman meða við það að þeir eru báðir geldir fressar og hafa ávalt verið miðpunktar heimilisins ;)
Þeir sofa saman og borða saman. Vona bara að kötturinn minn sé ekki gay höhö
Kvíður samt soldið fyrir að þurfað skilja þá að, kanski ég “neyðist” þá bara til þess að fá mér aðra kisu fyrir hann :)