Einn kisinn minn er svona líka. Hann grefur eins og skurðgrafa í nokkrar mínútur áður en hann pissar eða skítur í sandinn. Svo þegar hann er búinn fer hann aftur að grafa, en hittir samt ALDREI yfir skítinn eða pissið. Hann mokar í öll hin hornin, reynir að moka á gólfinu, klórar smá í veggina líka, og ef hann nær í klósettpappír eða gólfmottu eða tusku, þá fer það allt í sandkassann.
Systir hans gerir álíka, en grefur ekki alveg jafn mikið, en þriðji kisinn minn fer alltaf rétt að. Hann fer jafnvel á eftir hinum og grefur yfir vibbann fyrir þau eftir að þau eru búin að ljúka sér af.
Ég held þetta sé út af því að þessi síðastnefndi var lengur hjá mömmu sinni en hinar tvær (hann kemur úr öðru goti en hinar) og hefur lært almennilega af mömmu sinni hvernig á að nota sandinn.
Ég veit ekki alveg hvað þú getur gert varðandi þinn kisa, mér dettur helst í hug að passa bara vel að hann nái ekki í nein föt (hafa þau öll inni í skáp).
refu
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil