Mér datt svona í hug að reyna að auglýsa eftir kisunni minni hérna.
Hún hefur verið týnd í 1 1/2 mánuð.Ronja var nýflutt í mosfelsbæinn þegar hún hvarf,og veit örugglega ekkert hvert hún var að fara þegar hún hvarf.
Hún er 9 ára gömul seal-point læða af tegundinni Heilagur Birman,hún er með himinblá augu og hvita sokka á öllum.
Það eru ekki til nema ca 10 svona kisur á landinu og hún er sú elsta.
Henni er sárt saknað og erum við búin að hringja út um allt þar á meðal Kattholt og dýralæknana en ekkert fréttist af Ronju.
Ef þið hafið eitthvað frétt af einhverjum sem hefur fundið skritna kisu með sérstakt skap (urrar einsog hundur þegar haldið er á henni)látið mig vita.
kveðja Monza