Það er alveg rétt að það er verið að gera fullt af tilraunum sem eru óþarfar. Til dæmis voru snyrtivörufyrirtæki að dæla miklu magni af snyrtivörum í augu á kanínum sem var algerlega tilgangslaust þar sem kanínur hafa ekki tárakirtla eins og við.
Annars sé ég ekki hvernig þeir ætla að búa til ofnæmislausan kött með klónun. Það eina sem klónun gerir er að búa til eineggja tvíbura af sama dýrinu. Ef þeir hins vegar finna einhverja ketti sem eru með þannig gen að þeir valda ekki ofnæmi þá geta þeir bara ræktað undan þeim. Frekar einfalt.
Annars man ég eftir að hafa fundið vefsíðu konu sem var að rækta ketti. Einn kötturinn hennar var fatlaður, var með ónýtar framlappir, snúnar einhvern veginn og stuttar, vantaði eitt bein einhvers staðar á milli. Grey kötturinn hoppaði um á afturlöppunum eins og kengúra og henni fannst þetta svo sætt að hún skyldleikaræktaði þessa læðu við bróður hennar til að reyna að fá fleiri ketti með þessa vansköpun. Þetta finnst mér sjúkt. Reyndar fékk hún makleg málagjöld því þegar hún setti þetta á netið, hvort hún kallaði þetta Twisty Cats eða eitthvað svoleiðis, þá fékk hún náttúrulega hatemail frá öllum dýraverndunarsamtökum og þurfti að loka síðunni.
Ég fór að athuga hvort ég finndi þetta aftur. Mótmælendur hennar eru ennþá með síðu og myndir af köttunum ef einhver vill sjá á
http://www.angelfire.com/yt/twistykats/index.html