Bremsur á bílum, jájá það vitum við vel, en það eru samt ósjálfráð viðbrögð að sveigja frá því stundum duga ekki bremsurnar til að forða slysi. Ég hef nú sjálf lent í því að keyra á barn, það kom hjólandi á fleygiferð út á götu og var í hvarfi þannig að mér var ómögulegt að sjá það fyrr en það birtist fyrir framan bílinn minn. Sem betur fer var ég á lítilli ferð þar sem ég var í íbuðahverfi og vissi alveg að það væru börn þarna í kring. Ég bremsaði OG sveigði frá en það dugði samt ekki. Ég hef ekki verið nema á svona 35 km hraða en náði ekki að stoppa áður en bíllinn lenti á barninu, svo snöggt gerðist þetta. Sem betur fer slasaðist drengurinn lítið, rétt tognaði á ökkla, en ég var alveg miður mín. Þetta er ekki mín ánægjulegasta reynsla í lífinu. Kettir eru sneggri en barn á hjóli og auk þess eru þeir minni og þola minna hnjask heldur en stórt barn. Og kettir eru ekki svo vitrir að þeir kunni að passa sig almennilega á bílunum. Og ég tek það fram að bæði lögreglan og foreldrar barnisn fullvissuðu mig um að þetta hefði ekki verið mér að kenna.
Svo við höldum nú áfram að bera saman börnin og kettina (þar sem þeir eru börnin þín) þá hafa kettir ekki rökhugsun og geta þar af leiðandi ekki tekið sjálfstæðar ákvarðanir um hvort hættulaust sé að fara yfir götu eða ekki. Þeir læra með s.k. trial- error aðferð, eða af reynslunni. Ég er viss um að kettirnir þínir hafa minna vit en börnin mín og hvað varðar það að ég eigi ekki að lofa upp í ermina á mér í sambandi við börnin þá get ég alveg sagt þér það að ef börnin mín sleppa út á götu vegna þess að ég vanræki að gæta þeirra nógu vel, og verða fyrir bíl þá verð ég fyrsta manneskjan til að taka ábyrgð á því. Börnin mín eru á mína ábyrgð. Annað mál væri ef bílstjóri kæmi keyrandi inn í garðinn minn og keyrði á börnin þar sem þau væru í sakleysi að leika sér, þá er það alfarið honum að kenna. Eða kannski ketti sem stökk fyrir bílinn hans svo hann sveigðði frá og missti stjórn á bílnum.
Hvað veist þú annars um það hvort kettirnir þínir hlupu snögglega út á götu eða ekki ef þú varst ekki vitni af þessu? Að sjálfsögðu á að láta vita ef maður keyrir yfir dýr, en eins og lotti benti nú á þá hefur hann reynslu af þessu, þannig að það er hægt að gera þetta óafvitandi, alveg óviljandi.
Og risaklósettið já. Skilur þú ekki að það er þitt að sjá til að kettirnir þínir ónáði ekki aðra? Alveg eins og ég á að sjá til að börnin mína fari ekki í næsta garð og éti þar kökuna sem bíður á garðborðinu eftir að fólkið komi út í kaffi. Jú hún er voða girnileg og fólkið á nú að segja sér sjálft að það er ekki mjög sniðugt að hafa svona girnilega risa nammiköku til að freista barnanna sem hafa nú lært að það er gott að borða köku. Það er bara aukaatriði, börnin eru samt á mína ábyrgð. Ef það er koppur í garðinum hjá nágrönnunum mínum þá eiga börnin mín samt ekki að pissa og kúka í hann og ÉG á að sjá til þess að þau geri það ekki. Yfir höfuð þá á ég bara að passa að börnin mín séu ekki að valsa um í annarra manna görðum. Afhverju eiga kettirnir þínir eitthvað frekar að fá að gera það?
Þú talar um rétt katta til að skíta í sandkassa og svo talaru um að við eigum að vita betur en að vera að freista kattanna með svona risanammiklósetti. Svo kemuru með þau rök að ég geti alveg sagt mér að það verði stolið frá mér ef ég skil íbúðina mína eftir ólæsta… ertu þá ekki með þessum rökum að setja að jöfnu rétt katta til að skíta í sandkassa og rétt þjófa til að stela úr ólæstum húsum?