Hæ allir!
Ég er í alveg svakalegum vandræðum með kisurnar mínar, og þar sem ég sá að það eru margir hérna svo ferlega sniðugir og vita svo mikið um þessi dýr að ég ákvað bara að spyrja ykkur út í þetta mál.
Sko, þannig er málið að ég á tvær síamskisur sem heita Snorri og Móa, Snorri er rétt rúmlega eins árs og Móa er að verða þriggja. Upp á síðkastið hefur Snorri bara ekki látið aumingja Móu í friði! Hann er nefnilega alltaf að fá þessi ferlegu gre…köst! Og hann virðist bara ekki fatta að hún er geld og vill bara ómögulega fá sér einn með honum. Og nú er hann búinn að reyna svo oft að hann er að verða frekar pirraður og ræðst bara á hana, rífst og skammast! Sérstaklega þegar ég er nýbúin að baða þau, þá er ástandið bara hálfskuggalegt, og núna er grey stelpan með alveg svakalegt klór eftir hann, og skíthrædd! Þau eru mikið ein heima á daginn og eru innikisur en komast út á svalir, en hún kemst náttúrulega ekkert frá honum og ræður ekkert við hann! Ég er eiginlega mest hrædd um að hann drepi hana bara einhvern daginn, ef ég gríp ekki inn í þetta! Ég skamma hann alltaf og ýti honum frá henni þegar ég verð vör við þetta, en hann virðist bara ekki ná þessu alveg að hann megi þetta ekki.
Annars fyrir utan þetta eru þau bara brillijant vinir og kúra alltaf saman. Og það versta við þetta alltsaman er það að það kemur ekki til greina að gelda hann því hann er verðlaunaköttur. Hvað get ég gert til að grípa inn í þetta?
Kær kveðja,
Dísa