Hún Kisa virðist vera týnd. Ég var með hana í pössun hérna á Bragagötunni. Hún hefur sennilega ekki alveg verið búin að átta sig á því hvar hún væri, þannig að mig grunar að hún sé áttavillt einhvers staðar. Hennar alvöru heimili er annars í Hafnarfirði. Það er verst að hún er ómerkt. Það síðasta sem hún gerði var að rífa af sér ólina…og hlaupa út!! Ég læt fylgja með mynd af henni! Þetta gerðist semsagt í lok síðustu viku (20. júlí)
Hvað gera kettir annars þegar þeir koma á svona nýja staði? Er líklegt að hún fari alla leið í Fjörðinn eða ætli hún haldi sig í nágrenninu?