Það er einn köttur sem býr rétt hjá mér og hann er mjög líkur kisunni minni (held hann sé undan henni), svartu og hvítur og mjög loðinn. Og það vita allir að ef það er ekki hugsað um feldinn á kisunum þá verður hann ógeðslegur og það koma kleprar. Þannig var með þennan kött. Þetta er mjög vænn köttur og maður má klappa honum af vild en málið var að maður hafði bara alls enga list á því. Feldurinn var svo ÓGEÐSLEGUR að ég get ekki ímyndað mér hvað kettinum hlyti að líða illa. Bróðir minn hringdi í nr. hjá fólkinu sem átti hann og sagði þeim gjöra svo vel að fara með köttinn í snyrtingu ef hann myndi bara gera það sjálfur. Hann gaf þeim viku frest.
Svo næst þegar við sáum þennan kött þá var hann snyrtur og fínn. Mér finnst alveg nauðsynlegt að hugsa um velferð dýra og ef eigendurnir gera ekki sitt hlutverk þá á bara að taka fram fyrir hendurnar á þeim.

tara83
tara83