Veldur læðupillan krabbameini?
Ég hef verið að heyra því fleygt að læður sem eru látnar taka pilluna séu í hættu á að fá krabbamein. Það er víst ekkert búið að sanna þetta en ég vil samt segja að ég átti læðu í mörg ár. Þegar hún var eldri setti ég hana á pilluna afþví að hún átti alltaf í svo miklum erfiðleikum með að gjóta, kettlingarnir fæddust andvana og þetta fékk mikið á hana. ég var með hana á pillunni í c.a. 2-3 ár. Einn daginn tók ég eftir hnúð í einum spenanum hennar, og hélt að þetta væri júgurbólga (kettir geta víst fengið þannig). Dýralæknirinn setti hana á lyf og bólgan hjaðnaði en samt var eftir svona hörð kúla. Síðar kom í ljós þegar læknirinn skoðaði hana betur að þetta var æxli, svipað brjóstakrabbameini í konum. Og mér var ráðlagt að svæfa hana. Það er erfiðasta ákvörðun sem ég hef gert og enn í dag velti ég því fyrir mér hvort ég hafi gert rétt. Svo núna er að koma í ljós að kattapillann valdi krabbameini og ég er komin með þvílíkt samviskubit því að það var nú ég sem neyddi hana á þessa pillu. Mig langar að vita hvort að aðrir kattaeigendur hafa svipaða sögu að segja, og ráðleggja hinum að gelda köttinn frekar en að hafa hann á pillunni þar til allt er upplýst með aukaverkanir hennar.