Fréttastofa Reuters hefur eftir kanadíska dagblaðinu The National Post að Gerard Daigle, 80 ára, hafi misst hálfan lítra af blóði og þurft að láta sauma sig saman eftir að kötturinn hans Touti, sem þýðir örsmár, réðist á hann í ofboði eftir að Daigle, sem var að aðstoða páfagaukinn sinn í sturtu, sprautaði óvart vatni á kisa.
Ekki var unnt að ná sambandi við Daigle, sem býr í Trois-Rivieres í Quebec, miðja vegu milli Montreal og Quebec-borgar, á fimmtudag. Í frétt blaðsins segir að eiginkona hans, sem er 81 ára, hafi bjargað honum og náð kettinum af honum en þá snerist hann gegn henni.
“Kötturinn ætlaði að éta hana líka,” hafði blaðið eftir Daigle.
Hjónunum tókst að hrekja köttinn inn í svefnherbergi og loka hurðinni. Lögreglan sendi svo marga menn á vettvang þar sem þeir töldu að um heimilisofbeldi væri að ræða.
Ekki er vitað hvers vegna Daigle setti páfagaukinn í sturtu.
Mbl.is segir frá.
Eru kettirnir ykkar svona hræðilega vatnshræddir? Ekki mundi ég vilja eiga hann þennan!
Just ask yourself: WWCD!