Jæja, nú erum við búin að kaupa beisli fyrir fótbrotna kisann
okkar, svo hann komist nú eitthvað út. Hann má nefnilega
ekki hoppa upp á neitt eða niður af neinu meðan hann er að
jafna sig. En vandamálið er að venja hann við beislið. Við
prófuðum að setja það á hann og hann var ekki hrifinn.
Lagðist bara niður eins og klessa og vildi alls ekki standa
upp. Svona að gamni okkar prufuðum við hvernig hinum
kisunum okkar líkaði við beislið og viðbrögðin voru þau sömu.
Það var næstum eins og þær skömmuðust sín fyrir að vera
með þetta drasl á sér!!

Nú er Gummi reyndar búinn að venjast því að hafa beislið á
sér, en hann kann ekkert að labba úti með okkur, heldur vill
frekar fara eigin leiðir…

Nú spyr ég sérfræðingana, hvernig get ég vanið kisuna við að
labba með (við hliðina á) okkur úti? Okkur langar soldið að
leyfa kisanum að vera úti. help us plís
refu
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil