Ástæðan?
Mér þykir alveg brjálæðislega vænt um köttinn minn, hún er læða og heitir Jenna. Fyrir nokkrum mánuðum var ég að sökkva í þunglindi, ég var búin að missa alla lífslöngun útaf bæði líkamlegum og andlegum sársauka. Oft var ég að því komin að drepa mig, en alltaf kom Jenna til mín, mjálmandi og hjúfraði sig að mér, á þeim tíma fannst mér að hún væri eina lifandi veran sem þætti vænt um mig.
Hún er eina ástæðan fyrir því að ég er komin uppúr þessu svartnætti.
Ég veit ekki hvað ég myndi gera ef eitthvað kæmi fyrir hana :S
T.d. var kærasti mömmu að flytja inn, hann þolir ekki ketti, mamma tók mig á eintal og sagði mér að kötturinn yrði að fara. Það er langt síðan ég var svona reið við mömmu, ég grét, öskraði og eyðilagði hluti. Kærasti mömmu er yndislegur maður, hann leyfði mér að hafa köttinn, hún má bara ekki fara inn í hjónaherbergi.
Fyrir nokkrum vikum fór Jenna í ófrjósemisaðgerð, ég gat varla skilið hana eftir og þegar ég frétti það að ég gæti ekki sótt hana strax daginn eftir fór ég í þvíku fíluna við mömmu. Ég bara get ekki hugsað mér að yndislega kisan mín upplifi sársauka :S
Á hverju kvöldi kemur hún uppí til mín og hjúfrar sig á koddann minn :)
Ef eitthver í heimin myndi gera tilraun til að meiða hana myndi ég líklega kála þeirri manneskju, svo næst þegar þið hugsið um að meiða kött hugsið þá líka um hve mikils virði hann getur verið eiganda sínum.
Ég elska þig Jenna af öllu hjarta XXXXXXXxXX
p.s. ég fékk þennan kött þegar foreldrar mínir skildu. Hún hjálpaði mér líka þá.
Voulez-vous coucher avec moi, ce soir?