Ég á æðislegan kött sem er síams,hérna koma nokkrar sögur af honum.
Voðalega finnst mér það fyndið að þegar ég spila á píanóið mitt, kemur kisi alltaf, sest við hliðina á mér og hlustar. Ef hann er ánægður fer hann oftast í miðju lagi upp á nótnaborðið og stekkur þaðan ofan á píanóið og kemur sér virðulega fyrir með bringuna út þanda. Ef ég ruglast eitthvað setur hann eyrun í sitthvora áttina og og snýr höfðinu alveg sármóðgaður, en ef allt gengur vel lygnir hann aftur augunum og kemur sér enn betur fyrir og mætti halda að bringan ætlaði að springa.
Þar sem ég bý aðeins á einni hæð getur hann alltaf komið inn um glugga sem eru opnir og eru það aðal út og inngönguleiðir hans. Oft þegar ég er í baði að slappa af heyrist allt í einu eitthvað skröngl í glugganum og svo sést lítill haus gægjast inn um gluggatjöldin voða laumulegur,kisi stekkur niður á gólf og á svo á baðkarsbrúnina og byrjar að lepja baðvatnið eða biður um að láta kveikja á krananum á vasknum til þess að geta drukkið vatnið beint þaðan en ekki úr kisuvatnsskálinni sem er beint fyrir neðan vaskinn.
Það mætti halda að hann skildi hvað ég er að segja stundum þegar segi eitthvað um hann sem er ekki beint jáhvætt, eins og hvað hann sé montinn og góður með sig því þá fer hann oftast í burtu.
Vona að þetta hafi ekki verið leiðinlegt:)