Fyrir ca. tveimur mánuðum skrifaði ég grein hingað um hann Guðmund minn sem varð fyrir því óhappi að lenda fyrir bíl og lærbrotna. Auðvitað tímdum við kærastinn ekki að svæfa hann og borguðum 30þúsund kall í aðgerð á kisanum. Jájá hún heppnaðist, Gummi var negldur saman og þurfti að vera inni í tvo mánuði að jafna sig. Núna um mánaðarmótin var svo naglinn tekinn úr og tveim dögum síðar fékk afar ánægður Gummi loksins að fara út :)

Eeeen svo fórum ég og kallinn norður á Akureyri og báðum vinkonu okkar að passa kisurnar okkar og íbúðina. Allt í góðu í nokkra daga, þar til vinkonan hringir og segir að Gummi hafi komið inn og geti ekki stigið í fótinn. Hún fer með hann til dýralæknis og hvað haldiði. Gummi er AFTUR lærbrotinn!! :(
Á sama stað og síðast. Ástæðan hefur líklegast verið sú að naglinn hafi verið tekinn úr of snemma og brotið ekki gróið nógu vel. Svo þegar Gummi hefur fengið að fara út, var álagið á beinið of mikið og allt farið í spað á ný.

Það þýðir víst lítið annað en að svæfa dýrið…. NOT. Við ætlum sko að láta laga hann aftur og dekra við greyið næstu mánuði. Auðvitað fáum við feitan afslátt á aðgerðinni í þetta sinn, þar sem sökin er nú mest hjá dýralæknunum….
úff ég vona bara að það TAKIST núna, grey kisan á eftir að verða brjáluð á þessari inniveru, sérstaklega því hinar kisurnar okkar fá að fara út. Wish him luck :)
refu
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil