lhg þú varst nú kannski komin með aldur til að geta valið svolítið um þetta sjálf, ég held að sonur twizzlers sé það ekki.
Svo var ég ekki að mæla með því að svæfa köttinn, ég var einmitt að spyrja twizzlers hvort hún gæti ekki látið hann til einhvers góðs fólks.
Það er alls ekki sniðugt að vera með ketti nálægt þeim sem eru með ofnæmi… fyrsta reglan í sambandi við ofnæmi er: FORÐASTU OFNÆMISVALDINN EF ÞAÐ ER HÆGT og í þessu tilfelli er það hægt. Þeir sem hafa t.d. frjókornaofnæmi eiga mjög erfitt með að forðast ofnæmisvaldinn því frjókornin eru jú út um allt, en sumt er hægt að forðast… og þó að þú hafir aldrei fengið ofnæmissjokk þá er hættan alltaf til staðar ef fólk er með ofnæmi á annað borð og besta leiðin til að komast hjá því að þróa það með sér er að forðast ofnæmisvaldinn. Myndiru sleppa því að spenna beltið á barnið þitt bara af því að þú hefur oft verið án beltis sjálf og aldrei lent í slysi?
Og svo af því að þetta ofnæmi hjá stráknum virðist vera nýtilkomið þá er langskynsamlegast að láta hann forðast alla ketti því þá eru mestu líkurnar á að ofnæmið gangi til baka. Ef hann aftur á móti er stanslaust innan um ofnæmisvaldinn gæti hann vel þróað með sér leiðinlegt ofnæmi og jafnvel fleiri.