Kattaslys STOP
Það er alltaf verið að keyra á ketti eða þeir einfaldlega týnast. Ég fékk ógeð á þessu, hef sjálf misst kisur :( Þegar ég fékk mér kisu fyrir 3 árum ákvað ég að hún skyldi ekki lenda í því. Ég á tvær kisur, fress sem er 3 ára og læðu sem er 1 árs og þau eru báðir innikettir. Mér finnst ekkert að því að hafa inniketti. Margir hafa sagt að þetta sé ekki gott fyrir kisurnar - þær verði að fá að vera úti. Ég var sammála þessu þar til ég ákvað sjálf að prófa að hafa inniketti. Fólk heldur að kettirnir munu alltaf reyna að sleppa en það er ekki satt. Kisurnar mínar fara ekki út þó að útidyrnar séu opnar. Ég fer sjálf með kettina mína út í bandi þegar gott veður er og þeim finnst það allt í lagi. Ég mæli með því að fólk hafi kisurnar sínar sem inniketti. :) :) Þú þarft ekki að óttast að kisurnar týnist, skíti á staði sem þeir mega ekki t.d. sandkassa, kvartanir frá nágrönnum, kattaáflog. Ég er samt á því skoðun að það sé betra að hafa inniketti ef það eru tveir kettir, upp á félagsskapinn að gera. Kisurnar gætu orðið dálítið einmana ef þær eru einar.