Hann Moritz er dáinn (Minningargrein) Litla kisan sem bara hætti ekki að elta okkur parið fyrir tæpum fjórum árum síðan við Kjarvalsstaði í 10 gráðu frosti dó í Arnhem í Hollandi þann 20. ágúst.

Ég tók myndir af honum strax og við komum heim þetta kvöld í nóvember og setti hér inná Kisuáhugamálið í von um að finna eigandann en án árangurs og samskonar niðurstaða fékkst við frekari leit að eiganda svo hann endaði hjá okkur og sjáum við ekki eftir kynnum okkar af Hr. Moritz van der Straat (frá Stræti/Götu)

Moritz var engri kisu líkur og vorum við alveg með það á hreinu að hann væri blendingur af hundi og ketti …eða þá bara verið hundur í fyrralífi :)

Hann tók miklu ástfóstri við kærustu mína og var hennar kisi allt fram til dauðadags og hjálpaði henni í gegnum súrt og sætt með knúsi og sínu sérstaka mali en það hljómaði svona: brúh, brúh og kom þegar honum leið hvað best þó sérstaklega þegar hún kembdi honum á hverjum morgni.

Moritz mjálmaði svo gott sem aldrei en þegar eitthvað kom upp úr honum var það meira til að lýsa óánægju sinni með eitt og annað …eins og þegar við höfðum gleymt að hreinsa sandinn, vantaði mat eða þá að hann vildi komast út á svalir en þá heyrðist vanalega í honum Maah-ha-ha!

Moritz var alveg rosalega forvitinn kisi sem elskaði ekkert meira en að sjá eitthvað nýtt eða að hitta nýtt fólk.
Flutningarnir til Hollands voru þess vegna ekki mikið mál fyrir hann, fullt af nýjum hlutum og nýju fólki að sjá.

Það var meira að segja fylgst með undirbúningi ferðar Moritz í DV á sýnum tíma en mér datt í hug að það kæmi fólki kannski vel þar sem nýlega var búið að breyta reglum um flutning dýra og aðeins meiri pappírsvinnu og sprautugjafa vænst af eigendum heimilisdýra.

Ekkert benti til þess að hann væri veikur á hjarta (þó ekki sannað) en eftir að við komum til Hollands kom ég að honum, um tveimur mánuðum eftir komu okkar, liggjandi flötum á gólfinu, alveg við það að segja bless.
Eftir á að hyggja virðist sem ég hafi hrist hann til lífs á ný í það skiptið því ég tók hann líflausan í fangið og kreisti og hristi þar til hann allt í einu rankaði við sér.
Skömmu seinna var ég kominn með hann til dýralæknis sem fann ekkert óeðlilegt að honum, þrátt fyrir ítarlega rannsókn, þukl og pælingar.

Niðurstaðan var sú að hann hefði líklega bara fengið flog…

En því miður var ég ekki til staðar aðfaranótt 20.ágúst og því komum við að honum út á svölum.
Hann hafði dáið um nóttina.

Ég hef átt margar kisur frá því ég var lítill pjakkur en mig hefði aldrei grunað að það gæti verið svona sárt að missa kisu frá sér, þvílíkt og annað eins.Við erum að tala um grátur og rosalega sorgartilfinningu, ekki alveg það notalegasta.

En þetta er nú lífið og ekki mikið annað við því að gera en að vera glaður með þær stundir sem við áttum saman með honum.

Við erum reyndar ekki ein um að sakna hans því við eigum aðra kisu sem hefur verið félagi Moritz í rúm 3 ár en það er hún Maxí Reykás.

Hún hefur reyndar tekið undarlega vel á brotthvarfi Moritz. Það er bara eins og hún viti eitthvað meira en við mannfólkið. Samt á hún það nú til að leita í íbúðinni eftir honum og að þefa lengi vel af stöðum þar sem hann lagði sig einna helst.

Eitt er þó skondið í þessu.
Ég hef nefnilega tekið við hlutverki Moritz hvað Maxí varðar og nú eltir hún mig hvert sem ég fer og knúsar eins og aldrei áður.
Sem betur fer starfa ég heima svo það er nægur tími til að veita henni athygli og knúsa sem mest :)

Okkur þykir þó sárt að hafa hana eina á vappi hérna og höfum við því þegar valið litla kisu til að koma til okkar. Sú er reyndar svo agnarsmá enn sem komið er að við þurfum að bíða í einar 6vikur áður en hún kemur en það verður hann Óskar frá Kartöflu (van Aardapple) og vonum við að þeim muni koma jafnvel saman og Maxí & Moritz.

Jæja!
Þá er þessari ritgerð lokið :)

Fannst ég bara þurfa að skrifa hann Moritz aðeins frá mér og gefa ykkur smá innsýn í þetta.

Kær kveðja frá Hollandi,
Ingi

Ps. Hér eru nokkrir linkar á myndir sem ég hef sent inn af þeim Moritz og Maxí síðustu ár hérna inná Hugi/Kettir.
http://www.hugi.is/kettir/images.php?page=view&contentId=1687348
http://www.hugi.is/kettir/images.php?page=view&contentId=1693695
http://www.hugi.is/kettir/images.php?page=view&contentId=1684825
http://www.hugi.is/kettir/images.php?page=view&contentId=1688671
Video af M&M þegar Maxí var lítil: http://www.internet.is/ingijensson/MundM.WMV
www.facebook.com/teikningi