Ég ætla hérna að skrifa grein um kisunna mína sem dó fyrir 2 árum.
Fólk verður að afsaka það að þetta er ótrúlega langt. Ef þú villt bara lesa það hvað var sérstakt við Birtu þá mæli ég með því að skrolla bara niður og lesa um gjafir Birtu og símsvarinn.
Ég eignaði Birtu þegar ég var 5 ára árið 1994. Ég hafði átt tvo ketti áður en annar hafði orðið fyrir bíll og hinn týnst. Svo ég var búinn að suða í hálft ár um að fá aftur kött. En svo fékk ég að velja kettling ég og mamma fórum í hús þar sem voru gefins kettlingar ég og mamma vorum mjög ákveðnar í því að við vildum að það væri rósótt læða en því miður var aðeins einn rósótt læða sem hafði fæðst og hún hafði verið tekinn fyrst.
Það voru samt nokkrir aðrir kettling, grár loðinn högni og tveir gulir og hvítir. Það voru læða og högni, ég valdi þessa gulu og hvítu læðu. Þetta var afar sérstakur köttur sem kom seinna í ljós. Ég man lítið eftir því hvernig hún var þegar hún var þegar hún var kettlingur nema það að hún var mjög fjörug og mikil veiðikló. Einnig var hún mjög kjörkuð hún klóraði aldrei en hún beit og hélt manni með klónum, þess vegna fannst mér hún alltaf vera lítið tígrisdýr.
Kettlingar.
Þegar Birta var orðinn 2 ára eignaðist hún tvo kettlinga. Kettlingarnir voru gulur og rósóttur, þeir fengu nöfnin Rósa og Moli. Moli var reyndar það feitur og við héldum að þetta væri læða að hann fékk fyrst nafnið Bolla.
Birta reyndi að kenna þeim að veiða og kom með lifandi mýs inn í húsið og villdi leyfa kettlingunnum að spreyta sig. Íbúm húsins til litlar ánægju.´
Kettlingarnir voru báðir gefnir í sveit en scheffer hundur drap þá báða. En það leið ekki á löngu þanngað til að komu aðrir angar í magann. Þá var farið með Birtu og hún gelt og teknir úr henni kettlingarnir.
Eftir það var Birta rólegri fór ekki í nokkra daga ferðalög. Hún hafði snemma byrjað á stökkva uppá hurðarhúna þannig að hún komst alltaf út um allt hús þegar hún villdi kom til dæmis alltaf inntil manns á nóttinni. Skökk á hurðarhúinn labbaði inn mjálmandi ánægð og lagðist á magann á manni.Og byrjaði að malla og malla.
Símsvarinn Birta
Á þessum tíma vorum við með síma sem var í snúru og Birta fattaði það að þegar síminn hringdi þá skökk hún á hann þannig að símtólið fór af. Þetta var stundum til vandræða því að hún svaraði ekki á síman og fólk sem hringdi og það tekkið af síman en ekki svarað.Og sumir sem hrigdu næst bálreiðir hvurslags dónaskapur er það að taka upp símtólið en svara ekki. Svo var pabbi minn einu sinni að hringja ú vinnunni og gleymdi sér allt í einu fór tólið af og eftir langa þögn heyrðist mjá.
Gjarfir Birtu
Birta var mikið fyrir að gleðja eigendur sína og villdi færa þeim gjafir. Sumar gjafirnar voru árstíðabundnar eins og raketur og rakettuspítur og litrík haustlauf sem hún veiddi í vindinum.Svo voru það auðvitað fuglar og mýs en þetta er kannski ekki það sérstakt ef hún hefði ekki verið þjófur líka. Við skildum fyrst ekkert í þessu en þá fór hún að koma með sokka,silkinærbuxur,nælonsokkabuxur,garnhnykkla,húfur og ýmislegt fleiri. Þá var mamma ólétt og við vissum ekkert hvort það væri strákur eða stelpa og þá kom Birta með pínulitla sundskýlu.
Hún vissi þetta vel enda var þetta strákur. Birta hefur örugglega komist einhver staðar inní þvottahús og stolið þaðan. En Birta lét sér ekki nægja þetta hún byrjaði einn daginn að koma með rottueiturspoka, sem hún lagði á stofugólfið.
Hún lét sér ekki nægja einn poka heldur tók hún einn á dag sjö stykki kom hún með og allir voru með gati og það er ótrúlegt að hún hafi alldrei smakkað úr pokkannum því þegar hún hefur komið með hefur hún þurft að halda utan gatið með munninnum því þegar við tókum suma pokanna sturtaðist allt innhaldið. Auk þess sem hún þurfti að klifra upp tré með þetta til að komast þar sem við bjuggum á annari hæð.
Við hringdum í meindýraeyði og spurðum hvort það hefði eitthvað búið að eitra í vesturbænum og hann sagði að það væri bara eitthvað smá í ánanausum í fjörunnum honnum þótti ótrúlegt hvernig köttur hefði komist í eitrið hann tók eitrið og Birta náði ekki í meira rottueitur eftir það. Það kom einhver smá pistill um þetta í blaði og svo var þetta valin sem sérstakasta frétt í útvarpi einhverstaðar.
Dauðinn
Árið 2003 byrjaði Birta að grennast og var þá byrjuð að vekjast í nýrum. Í Október ákváðum við að fara með hana til dýralæknis þar sem hún var mjög veik og næsta dag var hún helmingi verri þegar hún fór til dýralæknissins þar fékk hún 10 sprautur vökva,vítamín og allt. En það var lítill von hún var það veik. Þó hressist hún mikið daginn eftir vaknaði snamma um morgunninn og labbaði út í glugga til að horfa á yfirráðasvæði sitt þar stóð hún stolt veik og titrandi.
Næsta dag var þetta tapað hún aftur orðinn veikari. Hún var aðeins 4 daga mikið veik. 4 daginn um kvöldið byrjaði hún allt í einu að bylta sér mikið þá var hinnsta stundinn kominn hún dó í fanginu á pabba mínumum um nóttinna.
Birta náði ekki háum aldri af ketti að vera 9 ár en ef hún hefði lifað með nýrna veikinna, þá hefði hún ekki getað fengið neitt af því sem henni þótti gott kjöt,og fisk og annaðn slíkt þannig að það var ekki henni líkt að villja lifa við slík kjör.
Við jörðum hana í Fossvoginum öll fjölskyldan enda einn fjöskyldumeðlimur til níu ára dáinn.
Afsakið allar stafsetningarvillur ég er lesblind :S vona að þið hafið haft gaman af þessari sögu 
“…Guns is still close to my heart, I'm loyal to the day I die, I suppose.”