Vinur bróðir mins á kisu sem eignaðist kettlinga fyrir skömmu. Allir hvítir nema einn, Hann var bröndóttur og skar sig mjög útúr hópnum. Hann var eini kettlingurinn sem fjölskyldan ætlaði að halda eftir.
En því miður varði gleðin ekki lengi, Litla stelpan (3 ára) á heimilinu tók sig til einn daginn og þvoði kettlingana alla uppúr sápu og ísköldu vatni.. náðist að bjarga öllum kettilingunum nema þessu bröndótta, eitthver KRAKKA ANDSKOTI (afsakið orðbragðið) var búin að taka kettlingin og þrusa honum í götuna og fleygja honum svo í ruslið!
Það tók bróðir minn og vin hans dágóðan tíma að finna vesalingsdýrið sem var auðvitað orðið dáið loks þegar þeir fundu hann ;((
Svo fóru þeir heim til krakkans og sögðu foreldrum hans frá þessu og báðu þau vinsamlegast um að tala við son sinn.. en nei nei pabbinn neitaði að trúa þessu uppá barnið sitt og reyndi bara að koma sökinni uppá eitthvern annan!
Geriði börnunum ykkar grein fyrir því að dýr hafa tilfinningar líka, þetta eru lifandi verur og það er harðbannað að koma svona fram við þau!