OfnÆmI
Got dýra getur oft tekið mikið á. Ekki bara þegar á sjálfu gotinu stendur heldur einnig eftir allt erfiðið. Mataræðið skiptir mjög miklu máli fyrir læðuna. Hún verður að fá kalkauðugan mat, t.d kettlingamat og mjólk. Einnig er hægt að gefa læðunni kalktöflur en fyrst og fremst ætti það að koma úr matnum sjálfum því þá vinnur líkaminn best úr fæðunni með öðrum vítamínum og steinefnum. Einkenni kalkskorts er lömun, læðan getur ekki staðið upp og seinna meir ekki hreyft sig. Frá lömun og til dauða geta aðeins verið nokkrar klukkustundir ef læðunni er ekki komið til dýralæknis sem gefur henni kalk í vökvaformi. Oft geta þó komið fram ofnæmisviðbrögð við kalkinnspýtingunni og lýsa þau sér oftast í sárum sem læðan klórar til blóðs. Einnig getur ofnæmiskerfið algjörlega hrunið en þá verður að gefa henni fúkkalyf sem gætu hrifið á einkennin. Fara verður því með gát hvað læðan lætur ofaní sig eftir got.
Ef spurningar vakna upp …. væri gaman að heyra og ég skal svara eftir bestu getu.