Jæja ég ætlaði vera búin að skrifa fyrir löngu eða nokkrum dögum og segja ykkur að ég var að fá kettlingin sem ég er búin að vera bíða eftir.
En hann er undan læðunni Rósu sem ég hef skrifað um og sent mynd. En Rósa gaut 22 nóv, 5 kettlingum, en þar sem þetta voru hennar fyrstu kettlingar vissi hún ekki allveg hvernig hún ætti fara með þá og á meðan hún var að gjóta undir fjárhúsgólfinu þá lagðist hún á einn(en hann var gulur). Daginn eftir þegar mamma og pabbi héldu áfram að skipta um gólf í fjárhúsinu grunuðu þau að hún væri búin að gjóta því það heyrðist ekkert í henni. Þannig þegar pabbi var búin að rífa gat þannig að hann komst niður náði hann í kettlingana. En þeir voru sem eftir voru gulur, svartur með beina blesu í miðju, svartur með skakka blesu og einn sem sérst á myndinni hérna til hliðar með svona hvítan punkt hringum nefið. En mamma fór með læðuna og kettlingana upp í kaffistofu og voru þeir þar fyrstu 6 vikunar.
En það var búið að gefa alla kettlingana. Ég og kæristi minn ætluðum að taka einn og bróðir minn og kærasta hans einn og vinkona systur minnar ætlaði taka einn svo ætlaði mamma og pabbi halda einum. En það átti taka læðuna úr sambandi eftir þetta.
En þá dundi óskundinn yfir, en kettlingurinn sem var svartur með beina blesu varð eitthvað veiklulegur en mamma helt fyrst að hún væri ýminda sér þetta. Því fór hún heim og þegar hún kíkti daginn eftir þá var hann dauður. Þannig að hún tók þá inn og hringdi í mig til að láta mig kíkja í kattabókina og sjá hvað þetta gæti verið, en við fundum fljótt út að þetta var líklega kattafár. En á þessari stundu þá var þessi guli orðin veikur. En það er ekki hægt að sprauta veikan kettling þannig að hún dreif sig niðreftir og lét dýralæknirinn sprauta hina 2 og læðuna. En þá sagði dýralæknirinn okkkur að einhver hafi stigið ofan í kattahland fyrir sunnan og komið í skónum nálægt kettlingunum því annars hafi þeir ekki smitast. En sá guli varð veikari og veikari honum var gefið sýklalyf til að lina þjáningar hans og þrúgusykur í vatni var sprautað upp í hann því hann mátti ekki tappa vökva. En á endanum var hann komin með lunabólgu og dó út frá því. Upp frá því hafði mamma þessa 2 kettlinga inni og við fengum annan þeirra sem er á þessari mynd, en það var á föstudaginn var. En okkur fannst hann svo stríðinn þannig að okkur fannst nafnið Púki hennta honum einstaklega vel.
En þá fór ég í 4 daga frí en það var sama hvað ég lék mér við hann hann mjálmaði alltaf eymdarlega því fórum við kæristi minn að hugsa hvort væri ekki betra að hann fegni félaga, því hringdum við í Hafnafjörðinn á mánudag og skoðuðum 7 vikna læðu þessa hérna sem er með honum á mynd og ákvöðum að við vildum læðu sem félaga handa honum og eru þau búin að vera leika sér standslaust síðan hún kom inn úr dyrunum það var eins og hann hafi þekkt hana alla ævi.
Ef þið hafið sniðug nöfn á hana endilega látið mig vita því eins og stendur finnum við ekkert og tökum vel á móti góðum nöfum. Læt þessa sögu ekki vera lengir efast að enginn nennir að lesa hana alla en við biðum að heilsa héðan.
kv IcePrincess og IceDragon og Púki og óskýrð.