Mamma Mig langar að deila með ykkur smá dóti hérna..

Fyrir nokkrum árum fann vinkona min móðurlausa kettlinga og við tókum þá að okkur, þurftum að gefa þeim á tveggja tíma fresti og nudda magan á þeim til að þeir myndu pissa og kúka.. Gáfum þeim eitthvað svona mjólkursull sem dýralæknirinn ráðlagði okkur að búa til. Þetta gerðum við í nokkra daga, Vöknuðum á nóttunni á tveggja tíma fresti til þess að gefa þeim að borða.. Alveg þangað til að vinkona min þurfti að fara í sveit í 2 vikur, þá var ég með kettlingana heima hjá mér. En það sem kom mér frekar mikið á óvart var að Alexander gamla kisan mín tók þá alveg að sér, Hann bara var mamma þeirra, þvoði þeim öllum og hjálpaði þeim að gera þarfir sínar. Ef þeir reyndu að stinga af þá náði hann í þá og lét þá aftur á sinn stað, kendi þeim allt sem þeir þurftu að læra :)
Ekki veit ég um neinn fress sem hefur gert þetta :)