Kötturinn okkar Pési er alger hnullungur og mundi gera hvað sem er fyrir mat. Eitt vandamál sem að var mjög alvarlegt var að við vissum aldrei af honum þegar hann vildi komast inn því að hann gat mjálmað eins hátt og hann gat fyrir utan hurðina án þess að við heyrðum.
Einn daginn var hann extra svangur því að hann náði víst engum fugli þennan dag og öskraði og grenjaði fyrir utan hurðina þegar hann sá okkur borða gómsæta máltíð inni. Hann var orðinn svo brjálaður að hann réðst á hurðina þannig að það kom smá “búmm” og þá tókum við eftir honum og hleyptum honum inn. Á þessu kvöldi skildi hann að það þyrfti bara að ráðast á hurðina til þess að honum yrði hleypt inn þannig að við tókum eftir honum í nokkur skipti í viðbót ráðast á hurðina.
Aðeins seinna fattaði hann að það var ekki það að ráðast á hurðina heldur bara bankið á hurðina sem að fékk athygli okkar.
Núna bankar hann með fótunum í hvert skipti sem hann vill inn.
Hann er virkilega gáfaður verð ég að segja og alger íþróttaköttur líka þrátt fyrir að hann sé 8 kíló og aðeins 3 ára.
Hann er sko eins og 25 cm. á breidd en kemst í gegnum girðingu þar sem að bilið milli grindverkana er aðeins um 10 cm. á breidd.
Ég er mjög hissa á honum því hann gerir svona ótrúlega skrítna hluti.
Kv. StingerS