Afprýðisemi Jæja það hlaut að koma að því.. Hann Ottó minn skeit á gólfið inní herberginu mínu.. Það eina sem mér getur dottið í hug að þetta sé er afprýðisemi.. Þannig er mál með vexti að kærastinn minn er búin að vera að gista frekar mikið heima hjá mér og þá finnst Ottó greinilega ég ekki sinna honum nógu mikið.. En hann vill bara ekki sofa hjá mér eða elta mig eins og hann gerir þegar hann hefur mig bara útaf fyrir sig. Svo þegar kærastinn minn fer þá alveg hengur Ottó í rassgatinu á mér eins mikið og hann fær tækifæri til ;) búnað sakna mín greinilega heavy mikið..
Ég veit ekkert hvað ég á að gera til að Ottó finnist hann ekki vera útundan, ég tala alveg jafn mikið við hann og knúsa hann alveg jafn mikið.. en það er bara þetta að honum finnst greinilega bara að hann eigi mig og enginn annar megi hafa mig..
Hann hefur aldrei gert þarfir sínar á annan stað en í kassann sinn, nema þegar hann er úti.. Sama hvað kassinn hans er skítugur.. en kassinn hans var alveg hreinn í þetta skifti… Hvað gera bændur nú!?! eitthver?