Ég og fjölskyldan mín vorum eikkað inní stofu að spila og þá dinglar dyrabjallan og amma og afi koma inn með hundinn sinn sem er lítill hvolpur, algjör dúlla, Loppa, kötturinn minn var úti svo það var óhætt að setja búrið með hundinum í uppá borð. Allt í einu heyrast þvílik læti á borðinu og þá komumst við að því að Loppa hafði komið inn um eldhúsgluggan og ráðist á búrið, hún braut búrið í sundur og réðst gjörsamlega á aumingja hvolpinn, hún er með 4 kettlinga inná baði og hefur örugglega haldið að kettlingarnir væru inní búrinu því að þeir eiga nákvæmlega eins búr sem þeir sofa alltaf í. Hún særði hvolpinn illa og allt varð út í blóði, pabbi reyndi að taka hana frá hvolpinum en hún læsti tönnunum í hann og hann þurfti að sveipla henni af, hún skaust út í horn og ætlaði að ráðast aftur á hundinn en pabbi náði að setja eikkað lok ofan á hana. Hún urraði þar heillengi og barðist um að fá að komast út, afi fór með hundinn út og sá að það var allt í lagi með hann.
Pabbi minn er núna með sýkingu í höndinni eftir þetta, hann er á rándýrum lyfjum núna og þarf bráðum að fara í skoðun aftur. Hann vill láta fara með hana til dýralæknis og láta lóga henni en ég vil það alls ekki! Haldiði að þetta hafi ekki bara verið útaf því að hún hefur haldið að kettlingarnir væru inní búrinu og hún hafi bara ætlað að verja þá eða er hún bara svona vond?!?
Svör væru vel þegin, en afsakið allar stafsetningavillur…
www.blog.central.is/-fab4 allir að kýkja;)