Ég vil mæla með einni bók sem ég las nýverið. Hún heitir Felidae og fjallar um kött sem er að reyna að leysa morðgátu. Hver er að drepa ketti í hverfinu hans? Þetta er mjög skemmtileg bók og frumleg og í henni er ítarefni um ketti sem eitt og sér gerir hana þess virði að lesa. Vissuð þið t.d. að gáfaðasta tegund katta heitir Colourpoint og að fyrst voru hálf-viltir kettir notaðir af egyptum við veiðar líkt og veiðihundar eru notaðir nú.
Þetta er fríið þitt. Þegar þú deyrð þarftu að mæta í vinnuna aftur.